Epic games, Atari, Nvidia og einhver önnur fyrirtæki eru að standa fyrir “Make Something Unreal” keppninni, þar sem milljón dollarar í reiðufé og verðlaunum eru í boði.

“Keppnisgreinar” eru margvíslegar:
Best FPS Mod, Best Non-FPS mod, Best Non-Interactive movie, Best Level (sérflokkar fyrir borð með upprunalegu og retail content), Best Vehicle, best Model, best Mutator, best use of Karma Physics, best use of 3D Sound, OG SVO FRAMVEGIS. Öll Mod og borð verða að virka fyrir UT2004 líka.

Keppninni er skipt í fjóra hluta eða “phases”, allir með mismunandi skiladögum og verðlaunavægi. Þú mátt leggja sama verkefnið sem þú varst búinn að leggja inn áður, í seinni phase ef “umtalsverðar umbætur” (quote: “Noticable changes) hafa verið gerðar á því.
Phase 1: Síðasti skiladagur á efni: 15. Júlí 2003. Hér eru tiltölulega fáar greinar (7) og minnst verðlaun í boði ($50.000).
Phase 2: Síðasti skiladagur á efni: 20. Október 2003. Hér eru fleiri greinar (13) og meiri verðlaun í boði ($120.000)
Phase 3: Síðasti skiladagur á efni: 15. Febrúar 2004. Hér eru jafnmargar greinar og í Phase 2 (13) en aðeins meiri verðlaun í boði ($130.000 (þeir hentu extra $5000 á Best FPS og best non FPS mod Greinarnar))
Grand Finals: ÚJE! Síðasti skiladagur á efni: 15. Mars. Aðeins tvær greinar hér: Grand Finalist Game Mods og Grand Finalist Non-Interactive Movies. 200.000 Þúsund Dollarar í beinhörðum peningum sem skiptast þannig:
Grand Finalist Game Mods:
Fyrsta Sæti: $50.000
Annað Sæti: $40.000
Þriðja Sæti: $30.000
Fjórða Sæti: $20.000
Fimmta Sæti: $10.000
Grand Finalist Non-Interactive Movies:
Fyrsta Sæti: $30.000
Annað Sæti: $15.000
Þriðja Sæti: $5.000


Nú gætir þú verið búinn að reikna þetta út í hausnum og sagt: ”Hey, þetta eru ekki milljón dollarar!!“ En þetta segir ekki allt. Sigurvegarinn í Mod úrslitunum vinnur einnig UNREAL VÉLINA SJÁLFA, NÚVERANDI OG FRAMTÍÐAR ÚTGÁFU (”the current [second] generation but also the next, third generation of Unreal technology") Með leyfi þetta í höndunum geturðu búið til retail útgáfu af moddinu þínu og selt það sem sér leik (sjálfur eða með aðstoð útgefanda). Þetta leyfi er 350.000 dollara virði!
Svo gefur Nvidia 100 UBER tölvur (50 til keppenda, 50 til skólanna þeirra) hver að verðmæti $3000!

Eins og þið eruð örugglega löngu búnir að gera ykkur grein fyrir, þá eru Epic Games snillingar. Þeir gefa út marga bónuspakka ókeypis það sem aðrir hefðu kannski rukkað fyrir og kallað expansion. Þeir styðja við bakið á mod samfélaginu og nú þetta! Önnur eins vítamín (amfetamín even) sprauta hefur ekki áður komið í þetta samfélag. Verið vissir um að við eigum eftir að sjá mörg áhugaverð mod fyrir UT2k3/4 í framtíðinni.


Heimasíður sem við eiga:
“ www.makesomethingunreal.com ” Heimsíða keppninnar.

“ www.machinima.com ” Heimasíða listarinnar að búa til kvikmyndir í real time miðlum (leikjum)

“ www.masteringunreal.com” Hér er að finna vídeo námskeið í að búa til borð, models og margt fleira fyrir Unreal (meira um það í næstu grein)