Nýlega uppgötvaði ég síðuna “ www.masteringunreal.com ”. Þar fann ég “Online Classes” til að læra að búa til maps, models, skins, textures, static meshes, kóða og scripts, vopn, kvikmyndir í Unreal vélinni, Concept Art Design… og meira, úff allt myndbönd, ég er bara rétt byrjaður á Level Editing 101 kúrsinum. Síðan eru fullt af myndböndum um hvernig á að nota önnur forrit til að búa til hluti fyrir Unreal, eins og 3DS MAX, Maya, XSI, Houdini, MOTIONBUILDER, Photoshop, ZBrush, Combustion, PHP & MySQL Integration (netkóði), og meira að segja kennslumyndbönd um litla frændann, Q3. (á Unreal síðu, mwahah)

Fyrir utan öll þessi myndbönd eru þvílíkt mikið af hefðbundum “How-To” tutorials, þ.e í texta og myndformi. Yikes.

En leyfið mér að segja ykkur frá því hvernig Level Editing 101 kúrsinn virkar og frá reynslu minni af honum. Þú horfir á myndbönd, tekur stutt krossapróf úr hverju myndbandi og nærð ef þú nærð 9 af 10 spurningum réttum. Þegar búið er að staðfesta með krossaprófunum að þú hafir horft á myndböndin (og verið vakandi á meðan) þá máttu taka síðustu 3 þrepin. Þau eru: Verkefni (Assignments), Próf (Tests), og Lokaafurð (Projects) Þá er accountinum þínum á síðunni breytt og þú markaður sem útskrifaður. Það eru engir skiladagar, ekkert eftirlit með þér. Þú klárar allt á þínum hraða. En það eru fagmenn sem dæma (lista)verkin þín…

Sem stendur get ég ekki sagt ykkur frá því hvernig þessi Assignments, Tests og Projects eru annað en það sem þeir sögðu mér. Það fyrsta verður ekki ósvipað skólaverkefnum, það sem þú færð ákveðið “mission” og þú getur gert “nóg” til að standast áfangann eða fengið bonus points (meira um það hér fyrir neðan) fyrir að standa þig frábærlega. Tests er náttúrulega bara próf, en Projects, þá býrðu til heilt borð frá grunni og notar allar aðferðir og kenningar sem þú hefur lært.

Um myndböndin:
Hef ekkert nema gott um þau að segja. Þau eru vönduð að gerð og efni. Í þeim eru 2 menn, Buzz og Logan. Logan sér um að hreyfa músina, gera hluti og útskýra Hann talar frekar hratt en maður skilur. Buzz sér um að leika nemandann, spyrja spurninga, en líka útskýra. Hann gerir líka af og til létt grín að Logan (“and let´s make a litte spot up there for nice architecture and a place for Logan to hide”).

Um punktana:
Þeir hjá epic/3dbuzz hafa fundið upp áhugavert kerfi. Þú byrjar með 1000 punkta. Þú færð punkta fyrir að logga þig inn, klára áfanga, sem bónus fyrir verkefni, eða fyrir að svara spurningum sem annar nemandi hefur lagt punkta í. Sjáið til, ef þú spyrð spurningar á korkinum geturðu lagt “point value” (úr þínum stafla af points) í spurninguna og þeir sem svara fá þessa points fyrir að koma með hjálpleg svör. Nice.


Eitt þó í sambandi við myndböndin. Þó eru löng, þau eru stór. Um unreal eru 120 Klst af myndböndum skilst mér, OG ÞAÐ ER ÓLÖGLEGT AÐ DREIFA ÞEIM OPINBERLEGA. Það þýðir að þér áhugasömu verðið að bíta í það súra utanlandsdownload. Jæja, ég gæti haldið áfram og skrifað heila ritgerð hérna en ég er orðinn þreyttur í höndunum eftir að skrifa 2 langar greinar á einu kvöldi. Njótið vel og kíkið á “ www.masteringunreal.com ”