Þið , um okkur, frá ykkur til þeirra. Sæl

Jæja mig langaði bara að koma á framfæri minni hugsun um þetta sem er að gerast í þessum leik.

Eins og allir vita þegar UT kom út fyrst, voru mjög fáir sem spiluðu hann. Aðeins útlenskir serverar og engum datt í hug að það væri einhver annar íslendingur hérna sem væri alltaf að spila á sama tíma og marr sjálfur. Þangað til að menn fóru að hittast á huga,irc eða jafnvel hittast á serverum. Þetta voru gamlir guttar, eins og Svend,Balli,Bunny,Rad svo aðeins fáir séu nefndir. Þessir menn ákváðu svo að stofna fyrsta klan á íslandi og fengu svo loksins opnað áhugamál hér á huga.

Svo þegar leið á árin fóru fleiri að koma að spila þennann leik. Þá komu upp serverar og fleiri klön. Þetta var júratímabil UT. (eða var það ekki júra sem var besta tímabil risaeðlana ? :P )
Það má líkja UT samfélaginu við Risaeðlutímabilið. Einhvertíman eftir “Júratímabilið” fóru menn að rífast mikið innbirgðis , menn fóru að koma með einhver lame skoðanir á mötchum,mönnum og jafnvel pimpum!

Samfélagið var byrjað að leisast upp! Seinasti skjálftinn var í nánd og dot var hætt og margir spilarar með því. Menn héldu þó enn að spila með þá góðu gaura sem reyndu að halda samfélaginu gangandi, héldu UT mót sem gekk mjög vel fyrir sig og voru að reyna að spila á serverum.

Síðan kom risastór halarstjarna sem splundraði UT og hann var ekki spilaður á server nema kannski einstaka sinnum LMS. Spilararnir fóru að hætta að hafa áhuga á leiknum á meðan aðrir tóku sér pásu þangað til UT2003 kæmi út.

En núna er leikurinn kominn út og margir þora ekki að byrja að spilann! Það finnst öllum eins og UT2003 eigi bara að byrja á Júratímabilinu og eigi að endast þannig alveg að lokum ..
Ef þið haldið það þá eruði greinilega eitthvað steiktir! Einhverstaðar verður marr að byrja!

Þúst.. kaupa leikinn.. tala á irc og reyna að fá fólk til að spilann. Ekki bíða eftir að allir “gömlu” UT spilararnir komi og spili UT2003 og allt verðir drullu fínt. UT byrjaði ekki svona var það ?

Nei! Það voru nokkrir menn sem höfðu það markmið að spila þennan leik og fá fólk með sér, og viti menn. Þeim tókst það. Þeir bjuggu til UT menningu sem var svo skemmtileg og allir góðir og alltaf nýir að bætast við!

Ekki ætliði að gefast strax upp á þessu? Nei! Haldið áfram reynum… bara fyrir okkur og framtíð UT .. spilum leikinn ,stofnum klön, fáum menn í leikinn!

Ég veit að einhverjir munu koma aftur í þennan nýja leik ef að við náum einhverjum mannskap og spilum á server. Þið sjáið bara. Það eru pottþétt yfir 200 manns á höfuðborgasvæðinu en aðeins 1/4 þess veit að það er til íslensk UT menning þar sem fólk spilar saman á netinu. Hvernig væri að reyna að ná til annarra og fá þá til að spila!

Líka þið sem segið að þetta sé ömurlegur leikur! Þúst þið eruð alltof íhaldsamir. Það er eins og það sé ekki í tísku að segja að UT2003 sé flottur. Þið þorið örugglega bara ekki að segja það að hann sé skemmtilegur. T.d. Smile: Þú hefur örugglega aldrei spilað UT2003 CTF á Lani með mönnum eins og Castrate,Dipper,Ulla Nice eða Dkay í yfir klukkutíma. Þú getur ekki dæmt leikinn á því að hafa ekki spilað hann með góðum spilurum og notið þess að leika þér og fíflast í tölvunni og éta snakk eða drekka kók!

Com'on reynið! Ekki segja Nei fyrr en þið hafið testað þetta.

Vona ég hafi komið skilaboðunum til ykkar!

Kv. SmeLkuR