Önnur hver grein um Unreal samfélagið fjallar um það sé að deyja, mig langar að koma með mótsögn við þessu og benda á nokkra punkta sem eflaust geta fyllt upp í tómarúm hjá mörgum sem hafa misst alla von. UT samfélagið hefur verið að þróast í 4 ár, UT2K3 hefur verið lifandi í 4 mánuði og menn eru enn að taka hann í sátt hægt og rólega. Margir hata hann, aðrir elska. Það má bæta því við að ég var ekkert sérstaklega ánægður með hann fyrst. Eftir að hafa spilað hann reglulega fór ég að elska þennan leik. Tveimur mánuðum seinna prufaði ég að spila aftur gamla UT, það var engin spurning að UT2K3 var mun öflugri, hraðari og kallaði á meiri hernaðartækni en nokkurn tímann UT.

Það mátti alveg búast við því að samfélagið myndi hrynja niður á þessum tímamótum. Nú er nýtt tímabil farið í gang þar sem við eigum von á flottum DM, LMS, CTF, DD, BR ofl. borðum sem heildarsamfélagið kallar á og býr til sjálft, þess vegna er UT2K3 opinn fyrir öllum sem vilja breyta honum í okkar þágu - þetta er engin tilviljun, svona var þetta líka með UT, samfélagið pikkaði út það sem því fannst skemmtilegast og hópar mynduðust. Það er fáranlegt að bera saman 4 mánuði við 4 ár og búast við því sama. Leikurinn er enn í vinnslu og eflaust nokkrar uppfærslur “Patch” að koma til þess að gera hann stöðugri og betri. Með tímanum koma nýir spilarar sem hafa fengið bakteríuna og klön spretta upp.

Það sem er að gerast í dag með serveramál er bara spurning um tíma hvenær það lagast. Ég get hengt mig upp á það þó svo að serverinn verði betri, að þið sem eruð að lesa þessa grein mætið ekki á hann og haldi áfram að kvarta að það sé enginn á honum. Eyðið þeirri kvörtunarorku með því að mæta á serverinn.

Hérna fyrir neðan er mjög einföld stærðfræðiformúla sem virkar bæði á stækkun samfélagsins og fólk sem mætir á serverinn og býr til keðjuverkun :

a = leikmaður sem mætir á tóman server / virkur spilari (smitari)
b = nýr leikmaður / nýr samfélagsþegn

a + b * b = x

dæmi : 1 + 1 * 1 = 2
1 + 2 * 2 = 5
1 + 3 * 3 = 10

Jafnvel þótt að þetta sé einföld formúla þá hefur hún sýnt að þetta virkar svona og það þarf ekki marga til þess að fylla server og stækkun samfélagsins, þ.e.a.s. ef menn nenna að spila.

Þó svo að samfélagið sé í lægð hef ég fulla trú á stækkun þess í komandi framtíð og hef engar áhyggjur nema af þeim sem eru búnir að gefa leikinn upp á bátinn, þá vil ég bara segja aumingja þeir sem vita ekki hvað þeir eru að missa af.

|Z|PeZiK
|Z|PeZiK