Sælir
Mig langar til að senda inn grein svona rétt áður en að kistan fer ofan í gröfina og grafið verður fyrir.

Eins og allir vita að þá er UT2003 engan vegin að meika það í dag og það eru margar kenningar fyrir því. Sumir vilja kenna tölvu-vélbúnaði landsmanna þ.e. að fólk er bara hreinlega ekki með tölvu til að spila leikinn. Aðrir segja að serverinn, þessi nýji og fíni laggi og það þurfi meira minni í hann, sem er að mestu leiti satt. Leikurinn þarf minnst 256mb minni til að keyra almennilega sérstaklega á server.

Svo eru sumir sem segja DM vera leiðinlegt. Aðrir sem segja CTF vera leiðinlegt og maplistinn svo leiðinlegur og þetta allt bara svo leiðinlegt útaf því að það er bara 1 server uppi

Fullt af “gömlum” UT spilurum vilja UT aftur og finnst UT vera betri en UT2003. Já okei förum aftur yfir í UT, ég er alveg til í það. En það gerir aldrei neinn í því. Þessi eini Server er stilltur á LMS og það eru ekki allir sem vilja LMS. Svo eru margir hverjir af þessum spilurum ekki einu sinni með UT.

Ég held að þetta er bara allt partur af því að vera ekki með UT/UT2003 admin sem spilar leikinn og er activur. Smegma byrjaði á þessu setti upp Demo serverana og uppfærði þá þegar að patchið kom. Þá var leikurinn nýbyrjaður og það var mjög oft fullur server í þessa 3 eða 4 daga sem að fólk endist til að prufa leikinn. Quakearar komu og stofnuðu rás #ut2k3 og þeim flestum fannst leikurinn ekki nógu hraður (vildu breyta speed í 115) og flestum fannst translocator leiðinlegur og vildu taka hann úr. En við Utararnir tókum það ekki í mál og reyndum að útksýra afhverju tl er svona mikilvægt. En þeir bara nenntu ekki að hlusta á það og hættu flestir.
Ef þetta er leiðin til að fá fleiri spilara í samfélagið þá er ég alveg tilbúin að fórna þessu tvennu. Hvað finnst ykkur? Viljiði bíða þangað til að einhvað kraftaverk gerist og fólk fari að spila eða viljið þið fórna tl og hafa leikinn kannski aðeins hraðari (ekki mikill munur á 100 og 115 finnst MÉR, call me crazy i dont care) og fá fleiri spilara og gera þetta skemmtilegt.

Þegar leikurinn kom út þá tók Zlave við, hann setti upp server á Skjálfta 16, sem laggaði bara svo rosalega, svo að serverinn var fluttur á Skjálfta 26, um leið og það gerist hætti Zlave. Balli og Björnjúl tóku upp þráðinn. Uppfærðu serverinn, settu á hann eikkurn maplista (sem var btw hræðilegur, no offence) svo hætti Balli fljótt eftir það og nú er Björnjúl einn í þessu.

Nú vitum við auðvitað að Bjössi hefur nóg annað að gera heldur en að stússast í því að vera alltaf að hlusta á frekjuna í okkur um að: uppfæra serverinn, breyta maplista og breyta servernum og bara þetta sem að venjulegur admin er að gera. Þannig að við þurfum að fá Admin sem spilar UT2003.

Annað mál er hugarfar íslensku UT2003 spilarana. Það eru allir að kvarta að það er aldrei neinn á server. Þá er það þannig að flest ALLIR opna bara leikin eða fara í ASE, kíkja á serverana sjá að það sé ekki neinn á server þannig að þeir hætta við og fara eitthvað annað. Það eru væntanlega nokkrir vanir CS eða Q3 og þá eru alltaf eikkurir inná server og þú ferð bara beint inná server og byrjar að spila. En UT samfélagið aðeins öðruvísi þú þaft að fara inná serverinn spila kannski 1 eða 2 leiki við botta og oftast þá kemur einhver inná serverinn íslendingur sem útlendingur. Ekki líður að löngu þar til annar kemur inn og annar og svo framvegis og þá eru komnir allavega 4 eða 5 spilarar sem er nú alveg ágætt. Þannig að vinsamlegast prufiði þetta allavega.

Ekki bara gera þetta eitt skipti og segja svo að þetta hafi ekki virkað og það sé allt ómögulegt. Þetta gengur kannski ekkert svona alveg fyrst það þarf kannski nokkur skipti til að fá þetta til að virka en um leið og fólk veit að það eru einhverjir sem eru að hugsa svona þá fer fólk að tékka oftar á servernum. Svo er það líka að flestir eru í skólanum eða að vinna á daginn, þannig að best er að fara á server svona eftir 7 eða 7:30 einhverntíman. Margir eru að borða frá klukkan 6 til 7:30 einhvað svoleiðis.

Jæja þetta er orðið þó nokkuð langt kannski of langt. Þetta er bara hugleiðingar sem ég hef verið að spá. Þetta er örugglega tíunda greinin um þetta ég veit það en hey það gerist ekki neitt hérna hvort sem er þannig að okkur veitir ekkert af annari grein. Fyrir ykkur sem er þörf á því að kalla mann stigahóru þá skal ég bara létta fyrir ykkur hérna Já ég er stigahóra…mér er alveg sama hvað ykkur finnst. Ég er bara einn UT spilari að berjast fyrir samfélag sem er nánast gjösamlega dautt.
Að lokum vill ég spyja ykkur hvort þið væruð til í að skipuleggja blöst. Eins og var hérna í “gamladaga” klukkan 9 á mánudagskvöldum. Hvenar er besti tíminn fyrir ykkur?
Endilega commentið á þetta ef ég er að fara með rangt mál einhverstaðar.

Kveðja.
[SoS]Castrate