Klukkan er 10:11 og ég sit hérna í vinnunni að hugsa, ég er að hugsa um marga hluti og af einhverri ástæðu fór ég að hugsa um Unreal, ákvað ég því að skrifa hugsanir mínar hér og sjá hvað fólk segir.

Það mætti segja að ég væri fráfallinn Unreal spilari, rétt eins og flestir þeir heiðursmenn sem spiluðu leikinn, en ég ætla aðeins að rifja upp góða tíma í von um betri framtíð leiksins.

Fyrst frétti ég af leiknum í gegnum vin minn Sigga(nookie) hann sýndi mér leikinn og sagðist vera að spila hann á netinu, mér fannst það rosalega svalt að vera ekki að spila við gervigreind heldur bara einhverja kalla niðrí bæ.
Jújú, hann redaði mér leiknum og ég setti hann upp og prufaði að spila á netinu. Slæm reynsla.. ;), 56k modem var ekki alveg að virka með þessu og hann Siggi var víst með adsl þegar ég sá leikinn hjá honum, ein lausn, fá sér adsl!. Þá hófst gamanið.

ég spilaði alltaf leikinn í direct 3d á minni 533mhz celeron vél, 32mb riva tnt2 pci skjákort, virkaði vel, ég vissi ekki hvað fps var og var þessvegna aldrei vælandi yfir því. Núna er ég með 1800XP örgjöfa og Geforce4 ti 4200(tímar breytast). Einnig man ég eftir því að lagg og hökt var eiginlega ekki í orðabókinni, menn voru ekki að hugsa um það, það var bara spilað og allir höfðu gaman, oftar en ekki voru 8-10 manns að spila á “public” CTF servernum.
Að sjálfsögðu voru menn misgóðir, en það sem bjargaði þessu alveg voru kallarnir sem voru góðir, þeas Balli, Loftur, Alli Iceman og fleiri, þeir voru mjög þolinmóðir og voru alltaf að gefa manni hints hvernig átti að spila leikinn og voru alltaf að hjálpa manni. Minning frá þessu tímabili eru aðeins “Góðir tímar”.

Svo fór nú aðeins að líða á þetta og yfirburðir H2O manna fóru dvínandi, í H2O voru fullorðnir menn, ekki að börn séu verri, en þetta var mjög gott að hafa svona yfirvegaða og sniðuga menn í þessu, tilvaldir í stjórnunarhlutverk, Admin og þannig.
Ég vill einnig benda á einn sjallasta menn sem ég hef talað við(í gegnum netið) en sá maður bar nickið Svolfuga, en hann hvarf á braut ásamt hinum köllunum.
Skjálftarnir liðu, enn fóru yfirburðir H2O dvínandi og á endanum “féll” stórveldið, TbF sigraði, og var það í fyrsta sinn sem eitthvað annað clan en H2O vinnur. Eftir þetta fór áhugi H2O manna að dvína, enda voru þeir búnir að spila leikinn í meira en en eitt ár og voru skiljanlega orðnir þreyttir á þessu. Eftir þetta voru góðir tímar alveg.. en án þessara “gamlingja” var ekki mikil von í samfélaginu… næsta skref myndi ég kalla Þursun.

Ég læt þetta nægja að sinni og skrifa kannski meira einn dag.

Að lokum ætla ég aðeins að fjalla um Unreal Tournament 2003.
Ég persónulega tel að ástæðan fyrir því að leikurinn er svona lítið spilaður sé því leikurinn er í svo góðri graffík og er í raun svo fullkominn að fólk er bara ekki tilbúið að taka við svona leik.
Leikurinn er frábær í alla staði, en tölvur landsmanna eru það ekki, það eru ekki allir með p4 eða AMD XP örgjöfa og ddr minni og Geforce4 ti kort, jafnvel ati radeon 9700, aðeins fáir eru með svona svona “über” vélar og ná þar af leiðandi ekki að spila leikinn nema í hökti og veseni. ég tel að leikurinn hafi í raun komið of snemma út. En ég vona svo sannarlega að landsmenn fari að spila leikinn í fjarlægðri framtíð.

kveðja ±TbF±+Electro / Adios ~ Oblivion