Þann 17. nóvember var fyrsti UT2003 leikurinn á íslandi kepptur. Klönin H2O og SoS kepptu og komu bæði með mjög stek lið. Keppt var í Ctf 4 on 4. Í H2O voru:

Smelkur, Svend, Lolli, Thrstn

Og í SoS voru

Úlli, Castrate, Lalli, Spanky

Keppt var í möppunum Orbital 2, Desember, Og tiebreaker mapið var Face 3. Svona fóru leikirnir:

Fyrsti leikur var í Orbital 2. H2O voru miklu betri í því mappi og rústuðu okkur í SoS 4 - 0. Smelkur Cappaði 2 og Lolli 2.

Annar leikur var í Desember. Mjög jafn leikur, SoS byrjaði að Cappa svo H2O og svo koll af kolli og var staðan 4 - 4 þegar venjulegur leiktími var búin. Þá þurfti að taka over time. Over timið var mjög spennandi að mínu mati og eftir dágóðan tíma náði SoS loksins að cappa og unnu þar af leiðandi 5 – 4. Cassi Cappaði 2,Ulli 1, Spanky 1, og lalli (our hero) Cappaði loka markið. Smelkur Cappaði 3 (hat trick) og Lolli 1.

Þriðji leikur var í Face 3. Þetta map er ömurlegt tiebreaker map finnst mér svo er það allt of stórt fyrir 4 on 4 en þar sem allir voru mikið að drífa sig urðum við bara að drífa þennan leik af. H2O byrjaði að Cappa 2 en eftir soldin tíma náði SoS að cappa 2 og jafna leikinn eftir mikla baráttu. En SoS náði ekki að halda H2O og náðu þeir að Cappa. Leikurinn endaði 3-2 fyrir H2O og voru H2O næstum búnir að Cappa 4 markið en voru of seinir.

Þetta var geðveikt gaman þrátt fyrir að hafa tapað. Nú er bara að bíða og sjá hvort að Klan Z þorir að taka madds við H2O :Þ Allavega GG H2O og GG SoS. Vonandi getum við tekið betri leik þegar að laggið verður lagað 5 on 5 þá.

Kv.
[SoS]Castrate