Sko, ég skal skýra allt fyrir ykkur vanþróuðu lífverum :)

Unreal (Unreal 1 m.ö.o.) kom fyrst. Svo á eftir honum kom Unreal Tournament. Unreal 2 er framhaldið af Unreal. Hann mun nota endurbætta útgáfu af Unreal-vélinni (Stærra landslag, mun meiri viðráðanleiki við poly-counts, módel sem að geta tjáð sig og hreyfst mjög raunverulega og alvöru lightning effect) sem mun bera nafnið Unreal 2-vélin.

Unreal 2 mun fókusera mest á single player, þó að ég hef heyrt eitthvað um multiplayer líka. Unreal Warfare mun verða arftaki Unreal Tournament. Þar verður víst flott teamplay (eins og í CounterStrike, Team Fortress Classic og Team Fortress 2), ný og bætt vopn og mun meiri sveigjanleiki fyrir MOD.

Vélin sjálf mun geta búið til heilu úthverfin, dalina, brýrnar og musterin samtvinnuð með fossum og gljúfrum. Skýin eru líka rosalega flott og einnig módelin. (Ég hef reyndar bara séð tvö, einhver þræla-vélmenni sem líkjast Xar og svo einhver æðislega kúl gaur í herbúningi)

Unreal 2 mun verða rosalega flottur. Ef einhver vill meira þá er um að gera að kíkja á www.avault.com, www.pcgamer.co.uk eða einfaldlega www.unreal.com!

Royal Fool
Bringing smiles to sappy faces

P.S. Ég er áskrifandi að PC Gamer UK!

P.P.S. Reynið að finna “Unreal 2 Technology Demo” videoið. Það er hrein snilld!!!