Fuþark Þetta er eldra fuþarkið, rúnirnar sem voru notaðar hér á landi fyrir ritöld. Það var samt aldrei neitt mikið skrifað með þeim heldur voru þær notaðar m.a. í galdra.

Rúnastafrófið heitir eftir fyrstu 6 táknunum sem standa fyrir stafina fuþark.

Rúnirnar heita:

Ætt Fés: Fé, Úr, Þurs, Óss (Ás), Reið, Kaun, Gjöf, Vin
Ætt Hagals: Hagall, Nauð, Íss, Ár, Jór, Perð, Ýr, Sól
Ætt Týs: Týr, Bjarkan, Eykur, Maður, Lögur, Ing, Óðal, Dagur.

(Ég held að rúnirnar Ár, Jór og Ýr gætu verið rangar hjá mér, ég hef séð mismunandi útgáfur af þeim nöfnum og ruglast oftast á þeim)