Ég hef tekið eftir því (hjá sjálfum mér og öðrum) að framburður orðsins blóðnasir hefur undarlega áherslu: blóðna-sir. (blóðnasir, í stað blóð-nasir.) Við erum jú ekki með nasir (með stuttu a-hljóði og löngu i) heldur nasir (öfug hljóðaskipan). Þetta hljómar undarlega eftir að maður fattar það.