Var t.d. að horfa á Taxi 3 í frönskutíma í dag. Mæli með því. Svo höfum við horft á Delicatessen (yndisleg mynd með svörtum húmor), Belphégor (ekki góð mynd), fleiri Taxi myndir og svo eina mynd sem ég man því miður ekki hvað heitir. Man ekki eftir fleiri frönskum myndum í augnablikinu.
Ég er ennþá ekki farin að tala frönsku neitt af viti en eftir að hafa horft á mynd fannst mér ég nærri því geta talað hana, var með hana á heilanum og svona :P
Svo er líka mjög gott að lesa frönsku og það hefur gagnast mér best að lesa teiknimyndasögur. Kennarinn minn er hrifinn af þeim svo hann lætur okkur lesa þær og mér finnst ég læra helling á því. T.d. eru Asterix og Titeuf mjög skemmtilegar.