Jæja, vinur minn heldur því fram að “heyriru” sé góð og rétt íslenska….afþví að kennarinn hans sagði það.

Ég er búinn að koma með svipuð framburðardæmi til hans, t.d. um “stafsetningavilla” sem margir skrifa í stað “stafsetningarvilla”, benda á afhverju ‘ð’ er þarna í fyrsta lagi og fleira.

Hann er ekki að segja að heyrirðu sé rangt, bara að hitt sé líka rétt.

Svo, ég stofna þennan þráð til að fá fleiri rök (í báðar áttir, ég gæti haft rangt fyrir mér) og vonandi kemst botn í málið.