Þetta er tekið beint upp úr hefti sem kennari nokkur í MA gerði (gott mál og vandað).
Þetta er eitthvað sem ég vissi ekki fyrr en ég sá það þar og mér gengur brösulega að venja mig af þessu.

Veistu hvort Anna C heima?

Algengt er að svona sé sagt, en það er talið rangt. Hvenær á að segja sé og hvenær á að segja er? Ef til vill er best að skýra þetta á þann hátt að ef um er að ræða vissu, fullyrðingu eða beina spurningu er notaður framsöguháttur sagnarinnar:

Anna er heima, ég veit að Anna er heima, veistu hvort Anna er heima (ekki sé)

Siggi kemur í dag, ég veit að Siggi kemur, veistu hvort Siggi kemur, það er öruggt að Siggi kemur (ekki komi)


Það er eingöngu þegar við höfum óvissu í eða með að-setningu að við notum viðtengingarhátt í svona setningum:

Ég held að Anna sé heima, það getur verið að Anna sé heima
Ég held að Siggi komi, það er sennilegt að Siggi komi
Þeir sem þekkja fortíðina og skilja nútímann eru öðrum hæfari til að skapa framtíðina.