Fyrir beitendur afsakana og fyrirgefninga er hér smá málfræðileg ádeila á misnotkun þessara ágætu orða.

Afsakanir
Af-sökun. Sökun aflétt. Hversu augljóst sem orð er er alltaf til fólk sem skilur þau ekki eða notar þau á ranga vegu. Það er almenn kurteisi að afsaka ekki sjálfan sig. “Ég gleymdi því en afsaka það.” Það er ekki viðeigandi.

Fyrirgefningar
Þetta er eins með fyrirgefningar. Maður fyrirgefur öðrum mistök þeirra. Auðvitað er hægt að fyrirgefa sér og afsaka sig, en það ætti aðeins að eiga sér stað undir sérstökum kringumstæðum. Stundum eru málefni ekki manns eigin að fyrirgefa.

Svona einföld málfræði ætti ekki að vefjast fyrir fólki, ég ætlaði bara að minna huga (kk. no. ft., leiki á því vafi) á þetta.