Hæ hæ :)

Ég þoli ekki slettur..sérstaklega enskar slettur, því það er mest af þeim, í íslensku máli!

Mér finnst mjög gaman af ensku og gaman að læra hana, en ég þoli ekki þegar fólk setur enskar slettur inn í okkar mál. Afhverju? Er ekki bara allt í lagi að hafa smá ensku slettur inn í málinu? Hvað gerir það til?

Með erlendum slettum, erum við smám saman að ,,eyðileggja“ okkar mál. Við tökum erlenda málið inn í íslenskuna og gömul íslensk orð gleymast. Sumir mundu segja að þetta sé bara þróunin og ekkert sem við getum gert í því, en það er ekki raunin. Það er margt sem við getum gert!

Ísland er sérstakt að því leiti, að ólíkt mörgum nágrannaþjóðum okkar, að við höfum við tekið upp ýmis nýyrði, þegar talvan kom sögðum við ekki ,,computer” eins og t.d danir, við bjuggum til nýtt orð ,,tölva.“ Ný umræða er komin um að breyta orðinu ,,i-pot” í eitthvað íslenskt orð, það hefur komið upp orð eins og ,,ípott“ og eitt annað sem ég man ekki..væri mjög gott ef einhver man það :Æ :) Allavegana voru þessi orð mjög asnaleg, og ég tel að það verði að gera þetta fyrr. Held það sé ekki mikill möguleiki að fólk fari að kalla ,,i-pot” einverju öðru nafni, sérstaklega ekki unglingar :) Hvað finnst ykkur um þetta?

Við höldum íslenskunni og tölum íslensku! Án allra slettna. Ég verð að viðurkenna það sjálf, að stundum bæti ég inn slettum ósjálfrátt en því ætla ég að hætta. Mér þykir mjög vænt um íslenskuna og vil viðhalda henni. Ég var mjög ánægð að sjá á listanum að 45 ættla að sleppa því að nota slettur og hvet ég alla til þess að skrá sig :)
An eye for an eye makes the whole world blind