Breytingar í Tungumálum Hvað er eðlileg þróun tungumála?
Ég hef mikið velt þessu fyrir mér sérstaklega þar sem ég kem af heimili þar sem hver einasta smávilla fer fyrir brjóstið á yfirvaldinu.

En hvenær verður nútíma málfar og algengar villur að hnignun tungumálsins og hvenær er það eðlileg þróun?

Þar sem ég ólst upp var litið á allar mínar slettur og styttingar sem slæm afbrigði af íslensku málfari. Einnig þegar ég notaði enskar reglur yfir orð á íslensku fékk ég sko aldeilis að finna fyrir því. Ég átti það til að nota stóra stafi í titlum sem og í orðum eins og “íslenska” og “enska”.

Mitt sjónarmið á þeim tíma var alltaf að það sem ég væri að gera væri “the way of the future” og að foreldrar mínir væru bara gamaldags og tækju illa í þróun.
Núna hinsvegar fer rosalega í mig þegar ungt fólk er aðgera sömu “villur” og ég gerði forðum og komið með nýjar útfærslur á gömlu slettunum sem ég notaði.

Núna er ég með kennara sem er á því að ALLAR breytingar á tungumáli séu réttmætar. Hversu fáránlegar sem þær eru! Samt sem áður stend ég hann oft að því að leiðrétta nemendur sína á slæmu málfari.

En hvað finnst notendum?
Eiga allar breytingar á tungumáli rétt á sér? Átti að leyfa flámæli að njóta sín í stað þess að eyða því áður en það breiddist meira út?

GIS