Ég vil endilega benda á Disney sem hjálp í tungumála námi! Þar sem Disneymyndir eru talsettar yfir á flest tungumál heims sem við þekkjum þá er ekkert mál að finna uppáhalds Disneylagið sitt á uppáhalds tunugmálinu sínu :D Þetta er mjög gott fyrir fólk sem vantar hvatningu og eitthvað skemmtilegt inní tungumálanám sitt! Því flest þekkjum við þessi lög nú þegar og aðalatriðin í textanum á þeim.

Á www.youtube.com er hægt að nálgast flest af þessum lögum. Mörg lögin eru með texta sem auðveldar oft fyrir ef maður vill leika sér að þýða eins og tökum þetta sem dæmi:

http://www.youtube.com/watch?v=uaBIdBm-WHU
Hér má finna lagið “ég ælta að verða kóngur klár” eða “I just can't wait to be king” á frönsku úr Konungur Ljónanna þá er fyrsta línan
C'est moi, Simba,
C'est moi le roi
Au royaume animal
þýðing:
Það er ég, Simbi,
Það er ég konungur
dýraríkisins
Þetta er allt öðruvísi en það sem íslenski Simbi segir: ég ætla að verða konungur, voldugur og klár. Og hvað sem hann segir á ensku… Þarna er hægt að læra að c'est þýði Það er og fullt af öðru skemmtilegu. Byrjendur geta fundið orðabók og skemmt sér við að þýða eina og eina línu og þeir sem eru lengra komnir geta þýtt allan textann með góðum árangri.

Þessi aðferð hefur reynst mér árangursrík og á auðveldara með að muna þau orð sem ég hef þýtt :) Þið getið skemmt ykkur við að syngja með og trúið mér á endanum lærið þið meira segja allan textann við lagið ef þið hafið gaman af þessari aðferð og hlustið oft á lagið :D

Ég hvet ykkur öll til að reyna
HEY! Gengis elskan. Hey, við þurfum far!