Dönskukensla í Grunnskólum. Dönskukennsla í Grunskólum



Gott fólk ég ætla aðeins að missa mig í tjáningu um dönskukensluna sem er í grunskólum landsins.

Þannig er mál með vexti að ég byrjaði í dönskukenslu í sjöunda bekk ellefu ára að aldri og samhvæmt grunskóla námsskrá ætti ég að hafa lært hana í fjögur ár og vera fulltalandi dönsku eftir þann tíma.

Mín dönskukensla var þannig að í sjöunda bekk eyddi ég heilu ári í að pæla hvað í andskotanum (afsakið) “billide” þýddi …. Eða það var sagt þannig. Í áttunda bekk hætti ég í dönsku og hef ekki farið í dönskukenslu síðan. Þarna er mín saga af dönskukenslu og er hún jafn ómerkileg eins og hún er stutt.

Enþá hef ég ekki komist að því og nenni ekki að pæla í því ….. Sú danska sem ég tala er borin framm svona “Jæ snakker ikke dansk” (kann ekki að skrifa það) … Þessa dönsku lærði ég af ömmu minni sem er háskólamentaður kennari í dönsku og lærði ég þetta bara til að danir myndu nú gefa enskunni sinni séns í samskiptum við mig. Ég hef notað þetta sem brandara og segist ég þá tala dönsku…. En þetta reddaði mér nú nokrum sinnum úti í danmörku og já ….. Ég gat átt eðlileg samskipti við flesta dani á ensku.

Enska er mitt mál … Ég er al íslenskur og tala fulla íslensku en mér fynst enskan vera skemtilegri í ritun og tali …. Ég tók samræmt próf í ensku og skoraði 7.0 á því og er búinn með 103 og 203 í enskunámi í framhaldsskóla. meðan að ég tók ekki íslensku á samræmdu og er að falla í núlláfanga í íslensku í annað sinn…

En svo ég haldi nú áfram með dönskuna þá fynst mér að það ætti að leggja hana niður. Það ætti að mínu mati að vera val um að læra dönsku á efsta stigi grunskóla og taka dönsku úr skildunámi fyrir stúdentspróf…. Ég er að læra rafvirkjan í iðnskólanum og þarf ég að taka áfanga í dönsku til að verða rafvirki …. Það er algerlega óskiljandi afhverju ég þarf það ….. Ég meina námið er að hluta til á ensku og mörg heiti á ensku í rafvirkuninni en aldrei kemur danska fyrir í þessari iðngrein. Það er ekki nema að maður ákveði að taka að sér verk úti í danmörk sem að maður þarf á þessum áfanga að halda og þó gæti maður reddað sér á enskunni eins og oft áður.

En jæja ég ætla að setja enda á þetta hérna.




p.s. Ég tek fulla ábyrgð á stafsetningarvillum og þið megið senda ábendingar varðandi það á shutthefuckup@boringperson.com