Næsti gítarinn sem ég fæ mér verður pottþétt svona!! Verst að ég fæ mér hann sennilega ekki einusinni á þessu ári. En ég hlakka svo til!!
Myndasýningin heldur áfram. Þetta er gullið mitt, ef húsið væri að brenna og ég hefði tíma til að bjarga einu hljóðfæri væri það þessi. Sænskur Hagström 12-strengja kassi, kominn vel til ára sinna, faðir minn man ekki nákvæmlega hvaða ár hann er keyptur en það er fyrir 1980 allaveganna. Lakkið er orðið ansi þunnt á honum og hann ber þess merki að hann hafi verið notaður en hann gæti verið bleikur fyrir mér, sándið er himneskt og hann er með lægsta action sem ég hef komist í án þess að buzza nokkurstaðar.
Delta Goodrem performig at the annual Commonwealth Games '06! Fyrir þá sem ekki vita er hún áströlsk söngkona og leikkona á hraðri uppleið. Hún lék í Neighbours og er búin að gefa ut 2 stórar plötur ásamt fullt af smáskífum. Hún er lagahöfundur og samdi lagið Together We are One, ásamt kærasta sínum Brian McFadden, til að syngja það á leikjunum. Þetta er flottasta atriði sem ég hef séð og þið sem viljið sjá það getið farið á þessa slóð http://youtube.com/watch?v=XNsrzw8T4U4. Annað lag sem er himneskt með henni og Brian er lagið flying without wings sem westlife söng. Einnig hafa Brian og Delta gefið út lagð almost here. Delta á mikinn feril að baki og framtíðin verður spennandi hjá henni! Luv u Delta!