Ákvað að skella inn einni mynd af mínum aðalgítörum.Frá vinstri: Gibson Les Paul Classic, Gibson Les Paul Custom, Gibson SG Special, Fender Telecaster Am. Std. og Fender Toronado.
Þetta er einn af betri trommurum sögunnar. Fyrir þá sem ekki vita þá var hann í hljómsveitinni Toto. Hann spilaði einnig eitthvað í Hollywood að mér skilst en ég hef ekki neinar beinar upplýsingar fyrir því, aðeins það sem ég hef heyrt. Hann fékk hjartaáfall og dó 5. ágúst 1992 þegar hann var að slá garðinn hjá sér. Við krufningu fundust eiturlyf í blóðinu hjá honum.