TimeSplitters (PS2) Þróunaraðili: Free Radical Design
Útgefandi: Eidos Interactive
Spilarar: 1-4
Útgáfudagur: 24/11 2000


Það voru tveir leikir sem mér fannst standa upp úr árið 2000.
Annar var SSX, sem þykir byltingakenndur og hinn var
TimeSplitters. Ég veit að ég sé að fara að tala um gamlan leik,
en ég vil deila með ykkur þeirri ánægju sem ég fékk úr honum.
Fyrst að ég var N64 nörd einsog ég hef áður sagt þá hef ég
spilað fyrri leiki mannana á bak við leikinn. Sko, Free Radical
var hluti af RareWare sem hafa látið frá sér titla eins og
GoldenEye og Perfect Dark. Golden Eye var næstum því
viðurkenndur af öllum. meira að segja af íhaldsömum PC
mönnum (Þekki það af reynslu).
Leikurinn þótti sá besti á þessum árum enda snillingar sem
stóðu þar að verki.
TimeSplitters er nýjasta afrek þessara manna, aðrir leikir eftir
þá skyggja á hann, en samt tókst þeim að endurnýja gamla
góða “multiplayer” fílinginn.

Í leiknum er mjög einfalt menu, úr því má glögglega sjá að
leikurinn var einungis hannaður fyrir fjölspilun vegna
tímaskorts. Af þeim ástæðum urðu þeir að sleppa þeim frábæru
“missionum” sem
GoldenEye bauð upp á til þess að nú að gefa út leikinn fyrir
útgáfudag PS2.
Story mode er mjög leiðinlegt, en það virkar þannig að maður
hleypur lengst inn í borðið nær í tösku og hleypur síðan með
hana eftir að byrjun borðsins. Þrír valkostir eru notaðir til þess að
stilla erfiðleika, easy, normal og hard. Ef ég væri þið, þá myndi
ég byrja á easy. Normal finnst mér of erfitt fyrir byrjanda. Hard
er þess vegna ákaflega erfitt, mikil streita fór í það að vinna
leikinn þannig. Þú flakkar á milli tíma frá fyrri tíma 20. aldar til
framtíðarinnar.
Arcade mode er annað, þá spilar þú við bota og reynir að ná
sem bestu drápshlutfalli gegn þeim, svipað og Quake.
Fjölspilunin er ein sú besta sem ég hef spilað. Leikurinn
keyrist ótrúlega hratt vegna nýjum vélbúnaði. Hægt er að velja
á milli 30 ólíkra spilara. Þú getur einnig búið til þín eigin Arcade
borð í svokölluðum “map-editor”.
Um daginn fór ég aftur í gömlu N64 vélina til að sjá hvernig
PerfectDark keyrðist í samanburði við TimeSplitters. Það endaði
þannig að ég gat einfaldlega ekki spilað leikinn, hann keyrðist
of hægt og slowdown voru algeng. Ég man ennþá eftir þeim
degi þegar við félagarnir tókum PS2 í skólann, inn í
tónmenntastofu og tengdum hana við risastóran skjávarpa
með risastórum hátölurum og fórum í 4 manna fjölspilun.
Þetta var ein besta stund sem ég hef nokkurn tímann upplifað í
tölvuleik.
Það var nánast ekkert slowdown þótt við spiluðum 4 auk 10
bota.
Þú getur valið á milli Deathmatch, Capture the Bag, BagTag,
Knockout og Escort.
Þegar ég spilaði upp í skóla, spiluðum við nánast allan tímann
Escort. Í því felst að þú átt að verja
mann sem labbar þvert yfir vígvöllin. Það er engin smá
spilakassafílingur í þessu, hratt fjör sem svíkur engan. Fólk er
oft fljótt að gagnrýna skotleiki á leikjatölvum illa, tala um að
erfitt sé að stjórna þeim o.s.fv. Þetta fólk kann að hafa rétt fyrir
sér, til þess að spila skotleiki er best að nota mús.
Þegar ég spilaði leikinn fyrst gat ég einfaldlega ekki hitt
óvinina, ég skaut bara út í loftið og ég þá sá ég eftir því að hafa
keypt leikin svona dýran. Eftir svolitla æfingu var ég til í slaginn
og orðinn fanta góður á Duel Shocknum. Vinstri pinninn notar
þú til að komast áfram og til hliðar (sidestep). Með þeim hægri
hreyfir þú byssuna í allar áttir. R1 er skottakkinn og R2 sér um
ofurskot, þá koma kúlurnar fleiri, hraðari eða öflugri úr byssunni
Þeir hjá Free Radical hafa svo sannarlega staðið sig þótt maður
viti að þeir geta gert mun betur.Grafíkin þykja mér heldur góð. Leikurinn rennur á stöðugum 60
fps (oftast) og það líka í fjögra manna spili. Leikurinn
inniheldur samt þetta fyrsta kynslóðar útlit. Þá erum við að tala
um slappa textura, réttara sagt, ekki eins góða og við sjáum í
dag. Persónurnar er þrátt fyrir það mjög flottar, hver og einn
skarta þúsundum marghyrninga. Hreyfingar þeirra er mjúkar,
en ekki sjást neinir andlitskippir. Leikurinn er stútfullur af
aukafídusum. Á meðan þú skýtur í diska, þá brotna þeir á þeim
hluta sem þú skaust þá í. Það sést nokkuð mikið flicker, en það
var algengt á þessum tíma. Leikurinn býður ekki upp á 60hz
valmöguleika.
Annars er leikurinn mjög einfaldur í útliti, hann lýtur vel út, en
kjálkinn fellur ekki alveg niður á gólf.


Hljóðið er frekar einfalt. Hvert lag á vel við hvert borð. Ég er
allavega að fíla kínalagið. Tónlistin inniheldur smá fyndni (Þeir
sem hafa spilað leikinn vita alveg hvað ég á við.)
Hljóðin minna mann á spilakassa og eru ekkert dónaleg.
Þegar illfyglin deyja þá heyrast öskur, oft drepfyndin. Þegar
mikið “action” á sér stað heyrast hljóð úr öllum áttum, svona
WW2 dæmi ;). EkkI er hægt að segja mikið meira um hljóðið
annað en það er gott.

Leikurinn mun endast manni mjög lengi, ég fæ ekki leið af
fjölspiluninni og gaman væri ef Skífan myndi halda eitthvað
mót. Það tekur þig langan tíma til að klára story mode í hard, það
er reyndar þess vegna ég skrifa þetta nú.
TimeSplitters 2 hefur nýlega verið kynntur og á að koma út á
þessu ári. Hann hefur allt upp að bjóða sem forverinn gerði
ekki, þ.e.a.s almennilegt stoy mode sem svipar til Golden Eye,
90 persónur og betri grafík.

Spilun: 9.0

Grafík: 8.0

Hljóð: 8.0

Ending: 10.0


Takk fyri