Final Fantasy X - PS2 Final Fantasy X (NTSC-J útgáfa)
Playstation 2

Í hvert sinn sem leikjaunnendur heyra orðin Final Fantasy taka þeir kippi. Um nokkurt skeið hef ég haft í höndunum frá jólasveininum mínum eintak af japönsku útgáfunni af Final Fantasy X auk 182 blaðsíðna þýðingar á leiknum þar sem allt mælt mál hans er á japönsku. FFX er sá nýjasti í röðinni af flaggskipsleikjum Squaresoft og þvílíkur leikur þetta er. Leikurinn er brotthvarf frá því sem við þekkjum frá öðrum í seríunni vegna nokkurra ástæðna. Þannig að ég ætla að setja mig í gírinn og fjalla um hvað FFX hefur að bjóða.

Í fyrsta lagi ef fjalla skal um mun FFX og annarra leikja í seríunni þá er það fyrsta sem nefna skal auðvitað leiknar raddir. Í fyrsta sinn í seríunni er hægt að heyra raddir persónanna. Þetta gerir gæfumuninn og gerir leikinn að öllu leiti mun dýpri. Samkvæmt því sem ég hef lesið um útgáfuna sem kemur út í Evrópu þá er Tidus, aðalpersóna leiksins, leikin af James Arnold Taylor sem er einna mest þekktastur fyrir raddir í sjónvarpsþáttunum Futurama og rödd Milo Tatch í tölvuleiknum frá Disney um Atlantis. Það var ekki mikið sem ég gat fengið út úr röddunum í minni leikspilun þar sem þær voru allar á japönsku.

Í öðru lagi þá er búið að bæta bardagakerfið til muna sérstaklega eftir hið hvimleidda kerfi í FF8 og það merkilegasta er við þetta nýja kerfi að það er ekki eins og því hafi einu sinni verið flýtt. Kerfið virkar þannig að það er bar niðri með mynd af öllum karakterum þínum. Þessi bar er svona eins og glugginn sem sýnir hvað kemur næst í Tetris. Þannig að maður sér hver á að gera næst, þannig að maður getur séð Tidus, síðan óvin a) síðan Wakku og síðan óvin b), þrátt fyrir að þetta spilli svolítið þá gerir þetta reynsluna við að berjast betri. Strategían er að taka út óvin a) með Tidus áður en hann ræðst til atlögu, síðan ætti Wakku að taka út óvin b). Þetta gengur fullkomlega upp og gerir bardagana skemmtilegri. Það er einnig “Overdrive” sem svipar til “Limit Break” í þeim gömlu, þegar einhver karakter kemst í “Overdrive” þá getur hann gert sérstaka árás. Það skiptir máli með hvaða karakter þú ert að stjórna hvernig aðgerðin er framkvæmd. Til að mynda þegar maður notar Wakku þá birtist svona slotvél og maður verður að stoppa hjólin til að vinna lukkupottinn, ef það heppnast þá framkvæmir hann árás sem brýtur hauskúpu óvinarins. Magnað.

Í þriðja lagi ber að nefna “The Sphere Grid” - Það er snjöll leið að gefa karakter þínum aukinn kraft á áhugaverðan hátt. Eftir hvern bardaga fær maður smá reynslu sem gerir það að verkum að þú getur fært karakter þinn eftir rúðunetinu á milli kúlna. Hver kúla á rúðunetinu gefur mismunandi kraft. Til að mynda ef þú berst og kemur síðan aftur á rúðunetið þá mun karakterinn sem fékk reynsluna eiga þann möguleika að færa sig um einn reit á netinu. Þetta mun færa honum allt frá aukins HP til nýs galdurs. Það er einnig hægt að safna kúlum sem sleppt er í bardögum og settar eru í sérstök stæði á netinu og virkja það sem undir liggur. Þetta er að auki skemmtilegt leikfang og verð ég að viðurkenna að það var ekki létt að fatta um hvað þetta snérist sérstaklega þar sem allar leiðbeiningar voru framsettar í japönskum kanjii. Allir karakterarnir byrja á mismunandi stöðum á netinu þannig að er ákveðið svolítið fyrirfram karakterinn mun þróast en netið lætur það líta út fyrir að þú sért við stjórnvölinn sem þú í raun ert ekki þannig lagað séð. Vona að ég sé ekki búinn að flækja þetta of mikið.

Í fjórða lagi er það sagan. Ég vil ekki vera að spilla miklu fyrir varðandi söguna en hér er smá úrdráttur. Aðalpersóna leiksins, Tidus er atvinnumaður í Blitzbolta frá Zanarkand. Blitzbolti er framtíðarsport þar sem leikmenn keppa í kúlu fylltri af vatni, þetta er eins og knattspyrna og póló blandað saman. Sagan hefst þar sem þú ert að gera þig kláran fyrir Blitzboltaleik og risastór flóðbylgja ríður yfir Zanarkand ásamt veru sem aðeins þekkist undir nafninu SIN. Allt frá þessu mómenti leggur Tidus leið sína í ferðalag til þess að komast að því hvað SIN nákvæmlega er.

Svona er FFX í fljótu bragði, það er myndarlegt yfirbragð yfir honum og áætlað er að það taki leikmanninn um 40 klst að komast yfir leikinn. Það tók greinarhöfund svolítið lengri tíma sérstaklega vegna þýðinga og annars bras. Leikurinn er stærri og víðáttumeiri heldur en fyrirrennari hans og sagan samsvarar góðri Hollywood bíómynd. Ef þú fílar hlutverkaleiki í einhverju formi þá er þetta leikur fyrir þig. Ég hef heyrt talað um fólk sem segir að það sé ekki nóg um gagnvirkni í leiknum og þetta sé of línaður leikur sem þrátt fyrir allt stangaðist á við mína reynslu í leiknum. Það gæti að sjálfsögðu verið vegna þess að ég spilaði hann á japönsku og þurfti þ.a.l. að flakka um til og frá í einhverjum leiðinda ruglingi en þetta var annars hin stakasta skemmtan fyrir mér. Auðvitað er manni að sjálfum sér ýtt áfram í gegnum leikinn en þegar hann lítur svona vel út, tónlistin svo æðisleg og leikspilunin svo geggjuð, afhverju þá að vera að rífast?

Final Fantasy X fær hæstu mögulegu einkun frá mér. Ég ætla ekki að gefa honum samskonar dóma og ég geri með hina leikina sem ég hef rýnt þar sem ég mun spila USA/PAL útgáfuna þegar hún kemur en til að fullvissa ykkur kæru leiksystkini þá er þetta leikurinn í dag, snilldin á bak við þróendur hans skín út í gegn og maður hlær og grætur í gegnum leikinn. Þið verðið ekki fyrir vonbrigðum.

Stjörnugjöfin: 5/5 mögulegum.
<a href=http://www.playonline.com>Heimasíða FFX</a>

Pressure