(PS2) Silent Hill 2 Silent Hill 2
Playstation 2
Útgefandi: Konami
Þróunaraðili: Konami Tokyo (JPN)
Tegund: Ævintýri
Uppruni: Japan
Fjöldi leikmanna: 1
Útgáfudagur: 25.10.2001

Silent Hill 2 er hrollvekjandi leikur sem segir frá duttlungafullum hryllingi sem mun án efa valda leikmönnum eirðarleysi og óróleika. Andrúmsloftinu er best lýst eins og blindnum ótta þar sem aðalpersónan hrærist um berskjaldaður og varnarlaus umkringdur af tortryggni og myrkri. Helstu eiginleikar leiksins eru án efa misnotkun, þunglyndi og sjálfsbjargarviðleitni. Ef þú kýst að spila að nóttu til þá er eigi ráðlagt að gera það einn.

Fyrir rúmum þremur árum síðan lést eiginkona James Sutherland úr dularfullum sjúkdómi. Atburðurinn setti James svo illa út af sporinu að hann féll í sorg og krónískt þunglyndi. Skyndilega fær hann bréf sem skrifað hefur verið nýlega og lítur út fyrir að það sé frá fyrrverandi eiginkonu sinni. Dulinn, þá leitast hann til þess að finna hana og hitta hana á uppáhalds stað þeirra sem er innan Silent Hill þorpsins. Dreginn á tálar af þeirri blekkingu að eiginkona hans sé á lífi ferðast hann yfir í þetta fjarlæga samfélag og gengur hnarreistur inn í martröðina sem hefur verið lögð fyrir hann.

Ótti leiksins er mjög góður og er það að þakka andrúmsloftinu frekar heldur en sögunni. Silent Hill er yfirgefinn bær, og það er eins og hann hafi fallið í notkunarleysi í stað niðurníðslu. Búðir og heimili líta vel út, götuljós og bekkir eru á sínum stað auk þess sem límgerði og tún eru nýslegin. Þetta er samfélag sem af einhverjum ástæðum sem ókunnar eru heiminum var látið yfirgefa svæðið. Þetta er ískyggileg ráðgáta rétt eins og þokan sem umlykur bæinn.

Þegar maður ráfar um bæinn sem James þá mætir maður í sífellu þoku sem blokkar aðgengi að hinum og þessum stöðum auk þess að á tímum þá sér maður aðeins útlínur þess sem maður er að fylgja. Maður er látinn giska á það sem er í kringum mann og þetta gerir þig einnig að fórnarlambi tónlistar leiksins. Tónlistin er mjög hrollvekjandi en effectarnir virka sem svo að þeir smám saman gefa þér vísbendingu um það sem koma skal.

Myndataka leiksins er sæmileg og rétt eins og í Metal Gear Solid þá eru myndavélarnar meira fyrir að horfa á heldur en að fylgja á eftir. Myndavélarnar eiga það samt sem áður til að hoppa á milli rétt eins og í Resident Evil og gera þ.a.l. erfiðara fyrir mann að sjá hvað liggur í vegi fyrir James. Það sem bætir þetta upp er takki sem þú getur einfaldlega smellt á til að breyta sjónarhorninu en um leið og honum er sleppt þá fer myndavélin í sama horf aftur. Eitt sem er svolítið merkilegt að sum sjónarhornin eru þannig gerð að svo virðist sem einhver sé að horfa á mann frá því sjónarhorni. Mjög ógnvekjandi.

Síðasti hlutinn sem spilar inn í andrúmsloft leiksins er hvernig rumble fítusinn í stýripinnanum er notaður. Til að mynda þegar James tekur á sig skaða þá finnur maður fyrir hjartslætti hans og þegar hann er særður þá veikist púlsinn og hvað þá ef maður er sleginn niður þá pumpast púlsinn eins og körfubolti og verður skyndilega að engu. Þetta er eiginleiki sem er mjög ógnvekjandi.

Allir þessir þættir búa til ískyggilegt andrúmsloft en það er aðeins kynning leiksins. Um leið og maður fer inn í byggingarnar þá hverfur maður inn í mjög öðruvísi raunveruleika. Hver ein og einasta bygging inniheldur sína eigin martröð með brotnum veggjum og ískrandi gólfi.

Þrátt fyrir hvernig allt lítur að utan þá er eins og húsin hafi verið auð í mjög langann tíma. En það er ekki alveg eins og raun ber vitni. Eftir göngum húsanna eru ófreskjur sem færast fram og til baka týnd og lostafengin. Sum þeirra eru vansköpuð og afmynduð, ódauðlegar gínur sem samsettar eru af mannlegum útlimum. Önnur eru nakin lík vafin í spennutreyjur og ráfa um gólfið eins og afhausaðir selir. Sum eru með rauðar hettur og vændislegan líkama að auki sem nokkrir halda á exi í höndum sem búnar eru til úr skinni sem snúið hefur verið við.

Samkvæmt því sem við þekkjum í hrollvekjum þá hittum við oft hetjur sem ráða niðurlögum óttans með styrk og rökréttri hugsun og aðrir sem finna hugrekkið í gegnum bjánaskap og varnarlausan vilja gegn því að deyja. James Sutherland er sá síðarnefndi. Ekki alveg sá gáfaðasti sem til er.

Silent Hill er stór bær og manni er frjálst að kanna hann til hlítar. Samt sem áður er bærinn byggður á þann hátt að þér er vísað í gegnum ákveðnar byggingar í ákveðinni röð sem hver og ein er einn hluti leiksins, fullur af ófreskjum til að berjast við, hlutum til að safna, gátum til að leysa og endaköllum til að sigra. Maður finnur kort fyrir hverja byggingu og merkt er inn á þetta með minnispunktum sem koma inn um leið og maður klárar hvert borð eða svæði.

Eftir því sem þú kannar ákveðin svæði betur þá kinkar James oft kolli þegar þú gengur að hlut sem eitthvað er hægt að gera við og brátt er maður kominn með aragrúa af hlutum eins og t.d. vasaljós, útvarp, plástra og fleira. Það sem meira er, þegar leikurinn var spilaður aftur, þá er pínulítill breytileiki á honum þar sem sumar árásir á þig eru handahófskenndar en aðrar eru handritsgerðar og koma alltaf. Að auki eru bíóatriðin á milli alveg með eindæmum algjör snilld. Sum atriðin eru reyndar fjandi truflandi fyrir sálina.

Hægt er að ráða erfiðleika gátanna í leiknum, þrátt fyrir að þær eru ekki jafn erfiðar né skemmtilegar að leysa og maður býst við. Endakallarnir í leiknum eru mjög hvimleiðir, sérstaklega sá fyrsti, þar sem maður raunverulega getur ekki sært dýrið heldur á maður að passa sig þangað til að það fær leið á manni og lætur sig hverfa. Enn og aftur þá er einnig hægt að ráða erfiðleika á þessu að auki.

Þegar maður er að berjast við ófreskjur og illa vætti í leiknum þá getur það verið svolítið þreytandi og gefur alls ekki sömu tilfinningu eins og að slátra samskonar óvinum í svipuðum leikjum. Sérstaklega er það vegna þess að maður verður að halda inni (í mínu tilviki) R1 til þess að setja James í bardagastöðu og síðan ýtir maður á X til að slá frá sér. Maður gerir mismunandi brögð með því að nota stýripinnan en útkoman er oft á tíðum heldur klaufaleg eins og þegar maður ætlar að slá lágt þá slær maður hátt.

Það er greinilegt að James er ekki ætlaður bardagahæfileiki þannig að í sjálfum sér gæti það vel verið að þessi einkennilega stjórnun væri þess vegna. En í sjálfum útskýrir það ekki afhverju hann er svo lúnkinn með haglarann. Það eru margar tegundir af vopnum í leiknum, spýta með nagla í, skammbyssa, stálrör og haglabyssa. Með skotvopnunum þarf maður að safna skotfærum með því finna kassa með kúlum þannig að maður þarf að hlaða byssurnar heldur oft og í raun oftar en maður gerir sér í sjálfum sér grein fyrir.

Hægt er að vista leikinn á ákveðnum stöðum. Vanalega eru tveir í hverri byggingu. Þeir eru oftast frekar langt í burtu frá hvorum öðrum og maður verður að fara virkilega varlega ef maður á að komast þangað heilu að höldnu og eiga tækifæri á því að endast út borðið.

Leikurinn hefur fengið á sig ESRB stimpilinn “M” sem stendur fyrir “Mature” og er beinlínis ástimplaður fyrir 18 ára og eldri. Ég þori að veðja að þessi stimpill sé ekki fenginn fyrir draugalegt umhverfi og óhóflega notkun blóðs heldur vegna kynferðis- og inneflaþemans sem er ríkjandi í gegnum leikinn. Það eru herbergi í leiknum sem innihalda hryllileg leyndarmál og þegar betur er að gáð getur maður orðið vitni að ófreskjum gerandi hluti sem maður hreint út sagt hneykslast yfir. Til að mynda er um að ræða samfarir, fæðugjafir, nauðganir og jafnvel allt þrennt í einu, svolítið erfitt að útskýra. Eitt er samt víst að þeir sem mikið eru fyrir hluti af þessu tagi þá er leikurinn miklu meira virði heldur en hann kostar.

Einn eiginleiki leiksins sem vert er að minnast á sem er nokkuð skemmtilegur og sá er að eftir að maður er hálfnaður með leikinn þá eru aðgerðir þínar sem James teknar upp og það fer eftir hegðun þinni hvernig þú upplifir bíóatriðin á milli. Það eru fimm mismunandi endar á leiknum þar sem reyndar sumir eru ekki aðgengilegir fyrr en þú klárar leikinn amk einu sinni fyrst.

Leikurinn tekur eftir því hvort þú stýrir James af nærgætni eða kæruleysi eða framkvæmir þau lykilatriði eða kýst þær ákvarðanir sem leiða til þess að endirinn sem þú færð er sá sem þú verðskuldar. Allir endarnir eru mismunandi og flækjan er hreint út sagt æðisleg og þetta er einmitt það sem hver eins og einasta hrollvekja á að snúast um.

Ef þig langar að sitja í eymd um jólin og láta þér bregða við hvert þrusk þá er þetta leikurinn fyrir þig. Tónlistin er hrollvekjandi, effectarnir frábærir, þokan, hjartslátturinn, ófreskjurnar og mismunandi endar gera þennan leik að besta hrollvekjuleik sem til er á markaðinum í dag. Hetja sögunnar er kannski ekki beint það mest aðlaðandi sem til er og sagan í sjálfum sér er í engri líkingu við sögur Stephen King eða Clive Barkers en hún skilar sér sem það ævintýri sem til er ætlast.

Dómurinn:

Framsetning: 9.5
Grafík: 9.0
Tónlist: 10.0
Leikspilun: 5.0
Ending: 7.0

Meðaltal: 8.1

<a href=mailto:pressure@simnet.is>Pressure</a