Nú er komið út sýnishorn af væntanlegu framhaldi No One Lives Forever, sem gerði létt grín að gömlum njósnamyndum, þá aðallega James Bond. Þetta eins-borðs sýnishorn er full-spilanlegt og ætti að vera gott til að prófa kraftinn í tölvunni þinni, þar sem þetta á að þurfa frekar góða tölvu til að spila í allri sinni dýrð. Borðið sem fylgir sýnishorninu gerist í hjólhýsisgarði í Ohio, þar sem þú berst við kvenkyns-ninjur á meðan að hrikalegur fellibylur geysar yfir garðinum.

Er enn að ná í demóið en það er að finna á <a href="http://www.fileshack.com/file.x?fid=887">FileSh ack.com</a>
Mun pósta upp review-i af sýnishorninu um leið og ég er búinn að leggja hendur á það.