Hver man ekki eftir gömlu góður Amigu, Commadore og jafnvel Sinclair Spectrum? Leikirnir í þessum gömlu vélum voru ekki stórir og myndu þykja frekar tilkomulitlir í dag, en í þessa daga var miklu meiri metnaður við leikjagerð og urðu leikirnir oft mjög skemmtilegir og góðir.
Fyrir mér er einn sá minnistæðasti úr Amigu Lords of Chaos og Laser Squat. Mjög svipaðir leikir, Lords of Chaos varstu galdrakarl sem gast summonað dýr lifandi eða undead, fljúgandi eða gangandi. Nokkrir galdrar voru til t.a.m Enchant(gerði vopn enchanted, með þeim gastu skaðað undead) Magic Lightning(skotgaldur sem gerði skaða á níu reita radíus) Magic bolt(gerði skaða á einn reit) Magic Attack(drap alltaf ef hann virkaði, ef t.d 3 fílar voru nálægt hvort öðru gat hann einfaldlega drepið þá alla í einu).
En markmiðið var að drepa óvina galdrakarlinn. Eftir X mörg round birtist portal sem þú þurftir að komast í í tæka tíð en að sjálfsögðu vera búinn að drepa alla óvini og ná í fjarsjóðina til að fá sem mest XP points.
Þessi leikur var SNILLD SNILLD SNILLD!

Ef einhver þarna á hann fyrir amigu, þá er ég til í að kaupa hann af viðkomandi.<br><br>–
Heimurinn ownar ykkur