Ég geri mér grein fyrir því að Delta Force 2 er ekki nýjasti leikurinn á markaðnum en hann hentar mönnum eins og mér sem hafa ekki eitthvað brjálað skjákort. Mér finnst leikurinn brillíant og hef verið að spila hann en er kominn í vandræði sem ég vona að einhver geti hjálpað mér.

Ég er búinn með 25 mission og fæ ekkert nýtt að fást við. Ég er búinn að klára öll þau mission sem virðast í boði. Fyrst hélt ég að ég væri ekki að finna næsta land til að fást við en ég er búinn að klikka á þau öll.

Þar sem leikurinn er gamall er ég viss um að fullt af gestum huga hafi klárað hann. Hefur einhver lent í þessu eða getur einhver bent mér á hvað ég get gert.

Með kveðju
Penni