Ég hef verið að leita að þessum leikjum út um allt og hef engan áhuga á því að panta þá í gegnum amazon eða ebay því að ég hef lent í veseni með það áður. Leikirnir sem ég er að leita að eru,
1. Crisis Core: Final Fantasy VII
Ég var með hakkað psp og notaði það fyrir flest alla leikina á því en nýlega tók ég upp á því að kaupa alla leikina mína á PC og ákvað að gera það sama með PSP leiki.

2. Metal Gear Solid: The Twin Snakes
Ég vildi virkilega mikið komast inn í MGS seríuna í langan tíma en fann aldrei motivation fyrr en nú. Ég hef spilað fyrsta leikinn á PC en vildi fá graphical upgrade og vil þess vegna spila þennan.

3. Metal Gear Solid 3: Snake Eater/Subsistence
Eiginlega það sama og um MGS Twin Snakes. Ég komst nýlega yfir MGS 2 og vildi í rauninni fara í gegnum flesta leikina. Ég mun kaupa þennan leiki þegar hann kemur á 3DS en vildi líka fá upprunalegu útgáfuna.

4. Metal Gear Solid Peace Walker
Ég prófaði þennan á psp áður og hann var friggin awesome! Vil endilega bæta þessum í safnið og spila hann alla leið í gegn. Ég myndi kaupa hann og 2 og 3 í HD collecioninu sem er að koma en ég á ekki PS3 og mun ekki kaupa mér hana þar sem að næsta generationið fer að nálgast (vonandi) og ég vil eiginlega ekki eyða peningum í tölvu sem ég mun hætta að nota eftir 2-3 ár eða svo.

Ef einhver á einn eða fleiri af þessum leikjum og er tilbúin/n að selja fyrir sanngjarnt verð þá mun ég samþykkja með miklum þökkum.