OK, það er engin heppni hjá mér núna. Ég fékk mér Pokemon Soul Silver af eBay og fékk hann í dag. Svo þurfti ég að prófa hann í skólanum út af því að ég var með svo fáránlega langan dag (8:20-16:35). Síðan fer ég í tíma, gleymi að læsa skápnum mínum og einhver stelur hulstrin utan af Soul Silver leiknum mínum. WTF!!! er ekki hægt að eiga fáeina hluti útaf fyrir sig! Þarf einhver alltaf að vera þarna til að stela hlutunum mans?!? En ég var samt heppinn að ég var með soul silver í ds tölvunni og hana með mér og Pokewalker accesory-ið. En það sem ég þarf hjálp við er, ég þarf að fá einhvern sem er ekki mjög attached við boxið og hulstrið af soul silver leiknum sínum að selja mér það. Ég veit að það er heimskulegt en ég vil helst eiga þetta þar sem pokemon silver var alltaf langbesti leikurinn og ég vil helst eiga hulstrin, auk þess að ég tapaði clipinu af pokewalkernum en það er auka atriði. Svo spurningin mín er, getur einhver hér verið fárránlega góður og selt mér boxið (stóra) og hulstrið, og clippið fyrir pokewalkerinn væri fínt líka en samt aukaatriði? Boxið er aðalmálið, þar sem Pearl leikurinn minn var í soul silver hulstrinu að þá þarf ég það ekki lengur þannig að ég þarf bara scannaða mynd af coverinu á hulstrinu en boxið er það sem skiptir aðalmáli hér. Ef einhver er svo góður, endilega sentu mér me3ssage í staðinn fyrir comment, comment eru vesen.