Kvöldið, ég er að reyna að lana í age of empires 2, ég er með 2 tölvur sem keyra báðar á windows vista, önnur þeirra er beintengd í router en hin er þráðlaus, ég er búinn að slökkva á firewalls í báðum vélum og einnig á vírusvörnum eða bara öllu því sem gæti mögulega hamlað tengingu á milli þeirra.

Köllum tölvurnar a og b, ég bý til lan game í tölvu a og finn hann í b, en næ ekki að connecta, en hinsvegar ef ég bý til lan game í tölvu b, þá finn ég hann ekki í tölvu a.

Skil bara ekki hvað vandamálið gæti verið, ég er buinn að vera að searcha á forumst og allt svoleiðis, en virðist ekki finna neitt þar sem gæti lagað þetta, ef það er einhver hér sem gæti eitthvað aðstoðað mig, eða jafnvel lent í svipuðu dæmi þá væri öll hjálp vel þegin.