Halló.

Það er nú bara þannig að ég er búinn að vera að leita að leik svona on/off í þónokkuð langan tíma.
Óþarfi að segja en þessi leit hefur ekki gengið og ég ákvað þess vegna að spurja hér.

Þetta er fyrstu persónu skotleikur þar sem að maður fer í hlutverk konu í gulum galla.
Það eina sem að ég man fyrir utan það eru nokkur borð úr leiknum:
Eitt þar sem að maður er í dimmu þorpi að drepa (að ég held) ninjur
Annað þar sem að maður er í stöð á einhverjum mjög köldum og snjómiklum stað þar sem að maður þarf að berjast við einhverskonar vélmenni.
Og að lokum í einu borðinu er maður í Feneyjum eða eitthvað að berjast við mimes.

Jahá, ekkert bestu upplýsingar í heimi en það myndi verulega hjálpa mér ef að einhver hérna gæti varpað ljósi á hvaða leikur þetta er.
-