Ég er búinn að vera að heyra um eitthverja íslenska tölvuleika hönnunar keppni hér og þar, GameTV, Ísland í Dag, útvarpinu… Ég ákvað loks að skoða síðuna sem þeir bentu á, igi.is, og las mig aðeins til um þessa keppni.

Þú semsagt getur tekið þátt og búið til tölvuleik hvort sem þú ert einn í því eða með félögum þínum, en ég kann reyndar ekkert að búa til tölvuleik…

En þá eru þeir með eitthverjar kynningar (eða workshop eins og þeir kalla það) en þar áttu að geta mætt og hlustað á fólk í bransanum tala um tölvuleikja gerð án þess að þurfa að taka þátt í keppninni sjálfri. það stendur á síðuni að þetta sé svo allt frítt líka. :|

Getið lesið meira um þetta á www.igi.is

Ég er svona nett spenntur fyrir þessu og er að hugsa um að mæta á kynninguna sem er á Fimmtudaginn.

Er að pæla, ætla eitthverjir aðrir hérna að mæta?