ArmA 2 kemur nú út í Júní, og er ég búinn að bíða nokkuð lengi eftir honum. Eru einhverjir hérna sem vita til þess að hann verði seldur á Íslandi?

Fyrir þá sem að ekki vita þá er þetta hinn raunverulegi Operation Flashpoint 2, en þar sem að Codemasters eiga nafnið mega Bohemia Interactive sem að gerðu Operation Flashpoint og ArmA (Armed Assault) ekki nota það lengur.

Heimasíða ArmA 2
Nóg af sceenshots

Bætt við 26. apríl 2009 - 15:38
Einnig má bæta því við að aðeins 1 borð kemur með leiknum og er það 225 ferkílómetrar að stærð. Þar sem að Armed Assault býður upp á auðvelda breytingu vopna og farartækja, og einnig er hægt að búa til ný borð, upp í fleiri þúsundir ferkílómetra, er einnig gert ráð fyrir því að það verði einnig boðið upp á það í ArmA 2. Þetta er heldur ekki hinn týpíski FPS, heldur er þetta flokkað sem “Military Simulator” og hafa Bohemia Interactive þróað hermi sem að er notaður um allan heim í herþjálfun.