Hef spilað frekar lítið af tölvuleikjum hingað til og aðallega einhverja leiki sem ég átti fyrir eða mér hefur verið lánað. En nú semsagt langar mig svolítið að kaupa mér nokkra leiki, en ég veit ekkert hvar er hægt að fá eitthvað almennilegt úrval.
Hef bara farið inn í Elko og Skífuna og svona þar sem úrvalið er ekki mikið.

Svo ég spyr: er einhver búð hérna á landinu sem er aðallega með tölvuleiki/almennilegt úrval? Líka með eldri leiki eins og Planescape: Torment, Neverwinter Nights, Quake og eitthvað?