Ég fór BT í dag (á Akureyri) og bjóst hálfpartinn við því að GTAIV væri uppseldur en ákvað samt að athuga. En ekki var hann bara uppseldur, heldur einnig höfðu þeir fengið um 10 eintök af leiknum. Ég las svo í blaðinu að seldust hefðu 900 eintök af honum fyrir sunnan. Hvaða ansasamningar eru þetta að sætta sig við að panta um 1000 eintök af leiknum þegar þjóðin er um 300.000? 1000 eintök hefðu verið nóg fyrir meðalleik sem væri ekki mikið auglýstur, en þetta er GTAIV og það er ekki einhver meðalleikur. Ég veit að þetta hljómar beiskjulega en hver væri ekki svekktur vyfir þessari meðferð?

Bætt við 30. apríl 2008 - 17:10
…þegar þjóðin er rétt yfir 300.000…