Þannig er það að ég var að installa Aliens versus Predator leiknum (frá '94) á tölvuna mína en þegar ég reyni að spila hann þá fuckast hann alltaf upp. Þannig er það að þegar ég byrja að spila þá er eins og það vanti hluta í veggina (þannig að maður sér smá í gegn) og ef maður snýr í eina átt og fer svo í aðra þá sér maður það sem er í áttina sem maður snýr og líka það sem er í hina áttina sem maður var að enda við að sjá og það blandast allt saman. Og persónurnar í leiknum eru ekkert nema rétt svo sýnilegir hópar af þríhyrningum sem að mynda vægar útlínur af manneskjum.
Ég prófaði að fara í properties og velja “un in compatability mode for:” og prófaði alla möguleikana þar en það virkar ekki.
Getur einhver hjálpað?