jæja. núna ætla ég mér að kaupa annaðhvort xbox 360 eða playstation 3. ég er á báðum áttum í augnablikinu og ætlaði ég að biðja þá sem vita mikið um vélarnar tvær að hjálpa mér aðeins.

xbox kom út fyrir löngu og kostar núna í elko 38.995 kr. en elite útgáfa sem ég ætla að leyfa mér að halda sé “betri” útgáfan er á 48.895 kr..

ps3 sem kom út fyrir stuttu, í evrópu og miðað við xbox að minnsta kosti kostar núna 44.895 kr.. þetta er sem sagt 40 gb útgáfan (sem er sú ódýrasta ef ég man rétt) (sem ég sé núna hjá elko:
* Þessi vél er frábrugðinn 60gb vélinni þannig að hún er ekki með stuðning fyrir Playstation 2 leiki og ekki með minniskortalesara.
) þetta boðar ekki góðu.

einsog þið kannski takið eftir hvernig ég skrifa, þá er ég ekkert búinn að grafa djúpt varðandi hvor tölvan er betri. ég hef svolitlar áhyggjur af hvað xbox tölvan er orðin gömul (og hversu dýr hún er ennþá miðað við aldur, var hún kannski miklu dýrari?) en þó hef ég lesið að báðar tölvunar séu svipaðar þegar það kemur að grafík og þess háttar. ps3 er víst miklu öflugari en tölvan nýtur ekki allan kraftinn á meðan kraftminni xbox gerir það.

leikirnir er ekkert stórvandamál, nýjasti gta kemur víst á xbox líka þannig að eini leikurinn sem ég bíð spenntur eftir er metal gear solid. í raun er gta og mgs einu leikirnir sem ég bíð spenntur eftir, þó að ég viti um leiki sem eru víst að fá góða dóma.

ef ég á að vera hreinskilinn þá hallast ég núna að ps3, bara út af því að ég hef alltaf átt playstation síðan ég var lítill.

en varðandi ps3, þá er hún kannski ekki að nýta sér allan kraftinn sem hún hefur en skiptir það í raun eitthverju máli núna? eiga tölvuleikjaframleiðendurnir ekki bara eftir að “læra” á tölvuna. ég meina, fyrstu leikirnir sem komu á playstation 2 líta frekar illa út leikina sem eru að koma núna út á playstation 2. kannski er ég bara bulla.

en þar sem ég held að þetta svokallaða “console” stríð er búið, að þá vona ég ekki að þetta endi ekki sem svoleiðis þráður. þar að segja, ef þú segir að ég eigi að fá mér þessa tölvu og þú kemur með rök, þá er ég sáttur.

p.s. er elko annars ekki oftast ódýrasta búðin þegar það kemur að leikjatölvuverði? bt er víst ekki treystandi búð lengur svo er heimasíðan þeirra svo ógeðslega leiðinleg, ég finn ekki neitt.
„I'm constantly trying to better myself and further educate myself in any way…that doesn't involve reading.“