Civilization3
Leikurinn frægi eftir Sid´meier er kominn.
Leikurinn gengur út á það(eins og allir hinir leikirnir) að ná heims yfiriráðum og þróa þitt eigið samfélag. Fyrst þegar þú byrjar í leiknum ertu með einungis 2 menn: 1 settler og 1 worker eða 1 mann sem býr til borgir(Settler) og einn vinnukall(worker). Með settlernum byggir þú þína fyrstu borg. Með vinnukallinum geturðu byggt vegi og námur til að fá mat fyrir fólkið í borginni. Leikurinn byrjar á árinu 4000 fyrir krist. Einnig þarftu að öðlast þekkingu með því að láta fólk finna upp allskins hluti (t.d. Hjólið, rafmagnið, brons meðhöndlun og margt fleira) með tímanum lærirðu meira og verður háðróaðri og getur gert Skriðdreka, kjarnorkusprengjur, geimför og margt fleira). Leikurinn skyptist niður í 4 mismundandi tímabil: Fornöld , Miðöld , Nútíma og Framtíð. Einnig getur þú keppt á móti öðrum löndum eins og t.d. Róm, Grikklandi, Zulu, Kína, Japan, Frakkland og fleiri löndum. Gervigreindinn í leiknum er í hæðsta gæðaflokki. Leikurinn er að mínu mati með bestu tölvuleikjum sem ég hef prófað.
Semper fidelis