Byggingarleikur af bestu gerð! Ef þú ert ekki búinn að redda þér þessum myndi ég drífa í því!

Civilization 3 er gamaldags byggingarleikur sem tekur LANGAN tíma að vinna. Ef einhver hér segist vera búinn að klár´ann á ég bátt með að trúa því. Leikurinn byrjar á fornöldum og er ásamt því að vera byggingarleikur stríðsleikur. Ef þú sest fyrir framan tölvuna og byrjar að spila þennan leik muntu eiga erfitt með að hætta. Og ég er að meina það!!! Að mínu mati er þessi mun betri en hinir leikirnir 2 og kemur í flokk með bestu tölvuleikjum ársins en þar eru með honum: Return to castle Wolfenstein, Fifa 2002, Yuri´s Revence og Max Payne. Allir þessir leikir eru nánast skyldueign.

Ef þú ert ekki búinn að redda þér Civilization 3 þá mundi ég biðja um hann í jólagjöf eða hlaupa strax út í búð og kaupa hann.

Mín einkunn: 9/10

ari218