Hæ, ég var að pæla, man einhver hérna eftir strategy/herkænskuleik, voða týpískur, nema það að möppin voru oft í eyðimörkum, og það voru risastórir sandormar með í leiknum.

Skemmti mér allsvakalega mikið í þessum leik fyrir nokkrum árum, og væri alveg til í að finna hann aftur.

Semsagt, þetta var:

Strategy leikur
Innihélt stóra sandorma
Ég held að maður hafi bara byggt einn og einn kall.

Ef einhver gæti hjálpað mér væri það alveg frábært.

Bætt við 19. apríl 2007 - 16:34
Nevermind, ég fann þennan leik, Dune 2000 held ég.