Fjórtán ára unglingur trylltist í gærkvöldi þegar foreldrar hans létu aftengja Netið svo hann gæti ekki haldið áfram í tölvuleik, sem hafði heltekið hann. Hafin eru námskeið í Reykjavík til að koma vaxandi fjölda tölvufíkla til hjálpar.

Foreldrar piltsins, sem búa í Hafnarfirði, kölluðu á lögregluna á höfuðborgarsvæðinu þegar þeir fengu ekki við neitt ráðið og unglingurinn gekk berserksgang og braut og bramlaði innanstokksmuni. Lögregla þurfti að brjóta upp hurð til að komast að piltinum og róa hann niður.

Ekki er langt síðan að tveir unglingar trylltust af svipuðum ástæðum þannig að foreldrar þeirra urðu að kalla á lögreglu. Alvarlegum tilvikum af þessu tagi fer fjölgandi að sögn lögreglu.

Þetta er ekki séríslenskt fyrirbæri því BBC greinir frá því að nýverið hafi verið opnuð meðferðarstöð fyrir tölvufíkla í Hollandi, líklega sú fyrsta í heiminum.

Og hér heima sitja menn heldur ekki aðgerðarlausir því Þorsteinn Kristjánsson sérkennari hóf fyrir mánuði, upp á sitt einsdæmi, að bjóða unglingum upp á námskeið um vandann.

Hann segir að ótrúlega margir krakkar í níundu og tíundu bekkjum kannist við einkenni hjá sjálfum sér eða einhverjum sem þeir þekkja. Þeir sem lengst séu gengnir bregðist jafnharkalega við því að missa Netið og eiturlyfjasjúklingar ef eitrið er tekið af þeim. Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum.

semo wow ? Sick ? ?

Tekið Af Vísir.is


http://www.visir.is/article/20070201/FRETTIR01/70201039


Bætt við 1. febrúar 2007 - 13:31
Semi World of warcraft ?

Fólk er að bilast