Hæ,

Ég er að búa til tölvuleik ásamt 6 öðrum. Þessi hópur samanstendur af grafíkurum og forriturum, og erum við að búa til tölvuleik sem heitir StratZone (www.stratzone.net). Þetta er allt sjálfboðavinna.

Þetta er hernaðarkænsku leikur (RTS), svipaður og C&C, en með aðeins öðruvísi ívafi. Þetta er 2D leikur sem birtir bardagavöllinn í “top-view”… C&C er isometric.

Við erum með mjög fína grafík, ekkert of flókið, en mjög fín miðað við annað sem gengur og gerist á þessu áhugamannasviði.


En við þurfum aðstoð einhvers sem hefur áhuga á tölvuleikjum. Þessi aðili myndi hafa það hlutverk að skrifa söguþráð leiksins, en frumsöguþráður hefur þegar verið skrifaður, þannig að þessi aðili hefur ákveðinn ramma til að vinna eftir. Leikurinn gerist á jörðinni milli 1970-2000.

Í þessum söguþræði þarf að felast í raun:
- Sagan á bakvið leikinn
- Persónur í leiknum og hlutverk þeirra
- Lönd sem koma við sögu

Söguþráðurinn þarf að vera skrifaður frá sjónarhóli beggja fylkinga í leiknum, og öll “single-player mission” þurfa að hafa sína eigin sögu og sú saga þarf að mynda heilan söguþráð.


Þetta verður alvöru RTS leikur, hann verður gefinn út ókeypis. Við erum allir í þessu til að hafa ánægju af þessu og eina kaupið fyrir þetta er frægðin og ánægjan.

Einungis þeir sem geta lagt sig fram í þessu koma til greina. GÓÐ enskukunnátta, stafsetning, málsetning er skilyrði, svo og að geta skrifað góðar sögur sem eru ekkert bull.

Áhugasamir hafið samband við mig á MSN: anon1234@hotmail.com

Kveðjur!