Samkvæmt fréttum á netinu hefur stórfyrirtækið Titus, eigendur Interplay ákveðið að stöðva rekstur fyrirtækisins og sameina það sínu. Hvað það gerir fyrir leikina sem nú eru í þróun er óvitað en þetta þýðir þó að eitt elsta leikjafyrirtækið hefur gefið upp öndina. Slagorð Interplay manna var „For gamers, by gamers" og þýðir þetta að peningamennirnir hafa tekið við stjórninni.

Leikir sem Interplay menn hafa gefið út eða búið til sjálfir eru t.d. Baldurs Gate leikirnir, Fallout, MDK, margir Star Trek leikir, Giants: Citizen Kabuto og fleiri.

Erfitt sumar fyrir leikjafyrirtækin því fyrr í sumar gáfu GOD Games upp öndina en þeir gáfu út Serious Sam, Oni og fleiri leiki.