Ég er ekkert viss um það að allt of margir íslendingar hafi spilað hann þennan en ég verð bara að mæla með honum ef þið hafið áhuga á alvöru hrollvekjuleik og þá meina ég ekki einn af þessum hollywood horllvekjum.

Silent Hill 2, 3 og 4 eru til á PC og fjalla allir meira og minna um hina dökku hlið smábæjarins Silent Hill. Spilast svipað og Resident Evil leikirnir reyndar er Silent Hill 4: The Room aðeins frábrugðnari hinum.
Skrímslin í þessum leik eru hreint ekki það sem maður á að venjast úr öðrum sambærilegum leikjum, skrímsli sem ég get ekki nefnt á nafn því þau eiga sér enga líka úr öðrum leikjum.
Umhverfið, skrímslin, og hljóðinn vinna vel saman í að halda hárum manns á lofti og eru hljóðin kannski hvað mest gera leikinn óhugnarlegan.
Það tekur mann tíma að fatta plottið í leiknum enda er þessi leikur langt frá því að vera fyrirsjáanlegur.

Þetta er eins og besta hrollvekja á tölvuleikjaformi. Spilist seint á kvöldin í myrkri, einsamall(einsömul).