Nú á þessum tímum stríðs í írak er alveg einkennilegt að engir Íslendingar séu að spila Americas Army, sérstaklega þar sem í nýjustu útgáfunni 1.6 þá er komið borð með mjög svipaðar aðstæður og í Írak (þó það séu ekki svona mikið af hólum þar)

Þetta er ekki venjulegur leikur, meira svona SIM en ég hélt að fleiri íslendingar væru að hugsa um hernað en þetta. 2 borð sem minna mjög mikið á írak og er þetta gert af bandaríska hernum :) finnst engum það skrítið að þeir gefi þetta út frá sér svona rétt fyrir stríð?

Allavega þeir sem vilja spila ekki uppá frags heldur uppá raunverulega samvinnu ættu að spila þetta á þessum stríðs tímum og safna sér inn nokkrum honor points áður en næstu útgáfur koma en þá verður hægt að vera í stórskotaliði, sem herlæknir, intel…. nokkurskonar RPG leikur og stigin þín eru alltaf geymd í gagnagrunni í USA svo þú glatar þeim aldrei en sá sem hefur flest stig hefur rétt á þeim vopnum sem hann vill meðan aðrir þurfa að sætta sig við m-16. sækið þetta á ut.internet.is