Ég á leikinn Mafia og finnst hann mjög góður.
Leikurinn á að gerast á bilinu 1932-1940. Í leiknum leikur maður leigubílstjóra sem lendir óviljandi inní mafíubransanum þegar nokkrir mafíósar koma eitt kvöld og biðja hann að keyra sig á ákveðin stað. Seinna kemur í ljós að þeir eru eltir. Þetta er fyrsta missionið.
Í leiknum eru yfir tuttugu stór mission og í hverju stóru missioni eru 3-5 mission. Leikurinn er alls ekki auðveldur og ég var ekki fljótur að vinna hann.
Það er eitt við Mafia sem er öðruvísi en í leikjum á borð við Grand Theft Auto leikina, sem er að löggunar elta mann ef maður keyrir yfir á rauðu ljósi og ef maður keyrir of hratt.
Í leiknum þarf maður að læra að ræna bílum og það gerir maður hjá bifvélavirkja mafíustjórans, og öðrum bifvélavirkja sem tengist hinum. Fyrst fannst mér það vera galli, en seinna áttaði ég mig á því að þetta var bara nokkuð cool.
Það eru um 60 mismunandi bílategundir í leiknum sem maður getur keyrt.
Í leiknum er geðveik grafík og öll smáatriði mjög vel gerð.
Eini galli leiksins er tónlistin sem mér finnst persónulega hrikalega leiðinleg, annar er þessi leikur algjör snilld sem ég gef 9 og 1/2 stjörnu.