Sælir félagar,

ég vildi bara benda ykkur á að vikuna 1. - 8. desember er planað um víðan heim að “boycotta” allar tölvuleikjaverslanir, þ.e. ekki kaupa neina tölvuleiki þá viku. Þetta er gert til að mótmæla ótrúlega háu verði á tölvuleikjum og er vonast til þess að framleiðendur átti sig á að til lengri tíma litið græða þeir meira á því að selja fleirum ódýrari leiki en örfáum rándýra leiki.

Ég gæti copy/peistað eitthvað meira um þetta hérna en ég vil leyfa þeim sem hafa áhuga á að reyna að lækka tölvuleikjaverð að fá upplýsingarnar beint frá þeim sem standa fyrir þessu.
Allar upplýsingar og mjög sannfærandi röksemdafærslu er að finna á <a href="http://www.fairplay-campaign.co.uk/">Fairplay Campaign síðunni</a>

Zedlic