Mér datt nú bara í hug að benda áhugamönnum um flugleiki á il-2 sturmovik sem kom út í fyrra. Aldrei í sögu tölvuleikja hefur hönnuður tölvuleiks unnið að jafn gífurlegum endurbótum á leik eins og sturmovik. Hann heitir Oleg Maddox og er rússi og þetta er sem sagt RÚSSNESKUR leikur ! Á heimasíðu leiksins http://www.il2sturmovik.com/ er hann med forum sem heitir “oleg´s ready room” þar sem flugmenn skiptast á tillögum um úrbætur og tæknileg smáatriði og hann svarar næstum öllum fyrirspurnum. Hann er med 30-40 manns í fullri vinnu vid ad uppfæra leikinn og nú er að koma uppfærsla sem heitir Forgotten Battles en þar verður allt flight modelið endurhannad og fleiri vélar koma inní leikinn.

Í samanburði vid il-2 eru allir flugleikir fyrir börn. Microsoft skeit gjörsamlega í sig með gerð Combat Flight Simulator 2 og viðurkenndu að Oleg hefði einfaldlega sett ný viðmið í gerð Simulatora. Nú eru þeir að “reyna” að gera CFS 3 og mun allt vera þar á öðrum endanum vegna uppfærlsu il-2 sem er sögð munu koma í veg fyrir sölu á CFS3 yfir höfuð !

Multiplayer option í flugleikjum er líka kominn á annað plan með il-2. Á netinu (hyperlobby) geta menn spilað co-op mission í 2 liðum - ekki bara dogfight heldur árásir á flugvelli, skriðdreka og ýmis skotmörk og þarf hitt liðið þá að covera það sem ráðist er á.

Grafíkin er ógurleg og GF4 ti4600/2000 mhz örri er möst. allir mælar í öllum vélum virka og eru nákvæmlega 3d módelaðir eftir raunveruleikanum (og þú þarft að nota þá alla !). Í fyrsta sinn í flugleik eru skýin svo vel gerð (tekur cpu!) að þú getur falið þig í þeim og notað þau til að rugla andstæðinginn. Damage-modelið er ótrúlegt - ef thú hittir á ákveðinn blett þá kemur gat akkurat þar - s.s. hit-location er gjörsamlega útreiknað. Vélin þín getur skemmst á milljón vegu og hagar sér eftir því þegar skaðinn er skeður.

Ef einhver er ennþá að “fljúga” í Jane´s ww2 fighters,CFS(1 eda 2),EAW eða einhverjum öðrum flugleik - þá vil ég benda á add/remove programs í control-panel til að fjarlægja viðkomandi leik :-) síðan skal farið í t.d BT og sagt “sturmovik takk”

——- when do you know that you have become totally addicted to flying Sturmovik online ? ——– when you start peeing in bursts to conserve ammo ! ———-