Rök fyrir Warhammer áhugamáli Jæja, er ekki kominn tími á grein fyrir þetta efni sem hefur bókstaflega fyllt áhugamálkorkinn á forsíðu.

Ég vil byrja á því að kynna spilið.
Þetta er tindátaspil sem skiptist niður í 2 flokka: Warhammer fantasy, það er svona um..já fantasy (dvergar, riddarar og þannig stuff), nafnið skýrir sig sjálft.
Og svo er það Warhammer 40.000 sem á að gerast í framtíðinni, þar sem mannkynið er að drukkna í geimverutegundum sem það þarf að berjast við. Það fer hnignandi og á meðan eru ýmsar tegundir geimvera berjast við hvor aðra, þar má gæta ýmissa áhrifa frá Fantasy gerðinni t.d. Space orcs (hljómar furðulega en er einhvernveginn mjög svallt, þess vegna safna ég þeim :) ) og eldar, sem eru framtíðar álfar!!

Í báðum gerðunum eru ógrynni af liðum (sjá Warhammer áhugamál korkinn fyrir lista) og getur maður safnað þeim, (oftast bara einu liði í einu!), sem hefur í för með sér; að kaupa módel, mála þau og svo ræður maður hvort maður spilar með þeim eða ekki en spilið sjálft er mjög skemmtilegt.

Núna er komið að þeim rökunum sem ég lofaði ykkur í titli greinarinnar.
Á þessu áhugamáli væri nóg um að vera. Það væri fullt af greinum um ýmist,
-uppbyggingu góðra herja
-taktíkir sem virka vel
-rök um hvort að reglur fyrir eitt lið væru ósanngjarnar (hálfgert balance nöldur eins og er oft á blizzard og fleiri tölvuleikjaáhugamálum)
-ráðleggingum um hvernig best væri að mála kallana
-ráðleggingum um hvernig væri best að breyta módelunum sínum (til að fá sem persónulegasta her)

Korkarnir væru yfirfullir af fólki sem ýmist væri að
-rífast um reglurnar (hvernig ætti að túlka þær),
-góðum hugmyndum um litaval á köllum, spurningum um hvaða liði maður ætti að safna
-góðum hugmyndum um breytingar á módelum og svo margt fleira.

,,Myndir" væru fullar af myndum af herjum og einstökum flottum módelum sem væru heimatilbúin (breytt)eða bara mjög vel máluð.

Þið verðið líka að átta ykkur á því að í þessu spili eru samtals að minnstakosti 31 ólík lið og möguleikar um skrif um allt ofangreint fyrir hvert þeirra eru nær óendanlegir.

Auk þess safnar alveg hellingur af fólki þessu, en þið hin takið kannski ekkert eftir því, því að þetta er ekkert auglýst í sjónvarpi eða í blöðum (reyndar sá ég eina auglýsingu í Zetu í fyrra).

Mín rök eru sem sagt þessi í grófu máli:
-Það væri nóg hægt að gera og það væri slatti af fólki inná þessu.
-Það væri sennilegast meira activity á þessu en Blizzard leikir, það væru kannski fleiri með Blizzard sem áhugamál en það hafa svo fáir eitthvað til að skrifa um þar.


Ég býð mig ekki fram sem Admin því ég er bara 14 og hef lítinn tíma en það er algengt að fólk yfir 16 ára aldri safni þessu (þetta er ekki bara eitthvað krakkaspil).

Kv.
Kreoli