Góðan daginn kæru hugarar.

Ég sendi inn grein um daginn og í henni var ég að tala um leikinn MAFIA og fékk mörg góð viðbrögð við þeirri grein en nuna ætla ég að halda áfam að tala aðeins um hann.
Ég er loksins búin að fá tölvuna mina þar sem ég var að uppfæra hana og nú er eg aðeins farinn að kikja á leikinn og ég segi bara BÆ BÆ GTA3.Ég er nuna á einu borði þar sem ég átti að sprengja upp hótel og flyja svo og það gerði ég í gegnum kirkju með smá vandamálum og nú stend ég fyrir framan kirkjudyrnar og er á leiðinni aftur til baka á barinn.
Nú það sem mig langar að vita er það að á ég að taka líkbílinn eða einhvern annann og einnig langar mig að vita er ég að verða buin með leiknn eða er ég bara nýbyrjaður með hann.
Samkvæmt heimasíðunni þeirra sem sýnir svona screenshots þá á eftir smá slatta en maður veit ekki.
Hvað á ég mikið eftir?
Ég gleymdi mér fyrir framan leikinn í gær ég settist fyrir framan hann kl 17:00 og síðan er ég leit á klukkuna þá var hún orðinn 23:30 og ég er ekki vanur að gleyma mér svona þegar eg er að leika mér í tölvunni þannig að þetta er geðveikur leikur og mig langar ekki að láta hann klárast.
Í hvert skipti sem ég fer að keyra eitthvað fyrir einhverja mission þá fæ sekt og ég hef ekki hugmynd um það hvað ég er buin að borga mikið í sekt en hef aldrei verið handtekinn.
Samt sem áður á hann til með það að hökkta hjá mér ég er með
1300 mhz með GF4TI4200 skjákort en kannksi er ég að keyra hann með allt of mikilli skjáupplausn. Hvað mælið þið með?
Það er eitt sem fer í taugarnar á mer er það að það er alltaf windows örin á miðjum skjánum hjá mér og ég get ekki fært hana,hún er ekki stór en hun fer samt í taugarnar á mér.
Jæja ég held að ég sé buin að blaðra nóg um þennann leik þannig að ég kveð bara núna á meðan ég er á toppnum.

Bless bless
Neggi
KV