Forsaga málsins er sú að gríska ríkisstjórnin rekur fjárhættuspil, en þau má aðeins stunda á afmörkuðum stöðum sem að eru í umsjá þeirra.

Þeim fannst því ekki nógu sniðugt þegar fólk var að stunda fjárhættuspil á netinu í ýmsum leikjum. Til að koma í veg fyrir að þeir töpuðu skattpeningum ákváðu þeir að leggja fram lög sem banna fjárhættutölvuleiki. Þegar að lengra var komið áttuðu þeir sig á því að þeir gátu ekki sett í lögin nákvæmlega hvað tölvuleikir yrðu að hafa til að vera flokkaðir sem fjárhættuleikir.

Því tóku þeir þá sjálfsögðu ákvörðun (frá sjónarhóli þingmanns og ráðherra, sem að við höfum sjálf kynnst að er versti útsýnisstaður í heimi) að banna ALLA tölvuleiki. Vandamálið leyst!

Þegar er búið að dæma fólk í fangelsi fyrir að spila tölvuleik á GSM-símanum sínum. Talsverður fjöldi eigenda netkaffihúsa eru nú á leið til dómara til að fá þar dæmdar á sig sektir og jafnvel fangelsi fyrir að leyfa netnotendum að spila tölvuleiki.

Enginn tölvuleikur er undanþeginn, Tetris, Snake, Quake, Half-Life, Myst, Age of Empires, Championshop Manager eða hvað hann heitir.

Tölvuleikir + Grikkland = sektir + e.t.v. fangelsi

Nú bíð ég spenntur eftir því að íslenskir þingmenn api þetta upp eftir jafngáfuðum starfsbræðrum sínum þarna fyrir sunnan.

Meira má lesa um þetta hjá <a href="http://news.zdnet.co.uk/story/0%2C%2Ct269-s21216 92%2C00.html">ZDnet</a
Summum ius summa inuria